Sjónauka-klám

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 248
Skráður: 17 Jun 2012 23:49

Sjónauka-klám

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 07 Feb 2017 15:38

Reglulega dett ég inn á heimasíðu hjá Schmidt & Bender til þess eins að fullvissa mig um að þetta séu bestu gler í heimi. En að sjálfssögðu hef ég ekki neina burði til þess að mæla eða meta gæði sjónauka. Þetta met ég eingöngu út frá minni reynslu. En reynsluheimur miðaldra karla getur verið mismunandi og getur jafnvel ráðist af því hve oft hefur þurft að vakan til þess að kasta af sér vatni. Ungir íþróttamenn kalla það dagsform þegar þeir útsýra klúður á leikvelli fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.

Minn fyrsti sjónauki var Japanskur Tasko með fastri 4x stækkun og alveg ótrúlega góður. Svo góður að allir Tasko sjónaukar sem ekki voru frá Japan töldust vera drasl. Svo þegar veiðibyssa í cal 222rem rak á fjörur mínar var skrapað saman fyrir Bushnell sem reyndist vel og enn betur þegar Agnar byssusmiður fór yfir festingar og leiðbeindi piltum. Þar sem Bushnell hafið gefist vel kom að því að þegar hagur vænkaðist enn meir var lagt út fyrir Bushnell elite sem var trúlega Japanskur að uppruna. Einnig hafði ég verið með Leupold á mínum byssum og líkað bæði vel og illa. VX3 stóð þó upp úr og notaði ég þann sjónauka talsvert. Ýmsar aðrar gerðir hef ég eiganst og má þar nefna Nikko Stirling,Minox, Hawke,Khales, Millet og fl. Lengst af var það þó Leupold VX3 sem upp úr stóð. Alveg þar til ég eignaðist minn fyrsta Schmidt & Bender.

Nú þegar ég skoða heimasíðu hjá Schmidt & Bender finn ég til stöðnunar er ég renni augum yfir það sem í boði er. Hægt er að tengja þráðlasut í snjalltæki og mörg hugtök sem ég er alveg út á þekju með flækja mína einföldu tilveru. Flestir áar mínir hafa náð því að verða langlíf og leiðinleg gamalmenni og með það í huga stefni á á að stunda skotæfingar lengi enn. Hér er einn sjónauki sem huggnast mínum einfalda smekk og mæli ég með honum séu menn að fara að skoða sjónauka-klám. http://www.schmidtundbender.de/en/produ ... t96-2.html
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara