Rjúpusúpa

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
siggi.otto
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 9
Skráður: 20 Jul 2010 14:51

Rjúpusúpa

Ólesinn póstur af siggi.otto » 30 Nov 2010 12:11

Fyrir 4

1 l rjómi
3 dl Madeira
4 stk rjúpulifur
4 stk rjúpubein
3 stk gulrætur
2 stk rjúpuhjörtu
2 stk laukar
2 stk einiber
salt og pipar

Aðferð
1. Brúnið rjúpubeinin í potti, við mikinn hita.
2. Bætið söxuðum lauk, gulrótum og einiberjum út í.
3. Hellið Madeira saman við og sjóðið niður um helming.
4. Hellið vatni út í svo fljóti vel yfir og bætið hjörtunum út í. Látið sjóða í eina klukkustud.
5. Sigtið soðið og bakið súpuna upp með maizena eða hveitijafning.
6. Þegar súpan er orðin hæfilega þykk er rjómanum bætt við og súpan látin sjóða í 10-20 mín.
7. Maukið rjúpulifrina í matvinnsluvél og hrærið saman við súpuna.
8. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

siggi.otto
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 9
Skráður: 20 Jul 2010 14:51

Re: Rjúpusúpa

Ólesinn póstur af siggi.otto » 30 Nov 2010 12:12

Það skal tekið fram að ég hef ekki prófað þessa, enda ekki mikill rjúpnakarl. En þeir sem vit hafa á eru ánægðir með hana!

Svara