Nýtt dót í hús

Allt um græjur og búnað sem tengjast byssum, beint eða óbeint.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2019 14:36

Ég ákvað að búa til nýjan þráð um nýtt dót sem spjallverjar hér eru að ná í hús !
Nýtt dóta ár gengið í garð og gamla dóta árið liðið í aldana skaut ens og skáldið sagði, það var við hæfi að splæsa í nýjan þráð !
Gamli þráðurinn ,,Hafa spjallverjar verið að kaupa sér nýtt dót" var kominn á elleftu blaðsíðu !

Ég frétti af ljómandi fallegu dóti í í camolitunum í gærkveldi og skoðaði mynd, já og dreymdi síðan í nótt að ég þyrfti að eiga svona !
Já ég vaknaði ferskur í morgum, kannski of ferskur, altént rugl snemma, áður en ég var búinn að morgna mig og borða grautinn með rjóma, var ég fyrr en varði búinn að kaupa þetta dót.
Kannski villti það mér sýn að þetta fína sexhjól var í camolitunum, en sem sagt þegar ég var að háma í mig grautinn, með miklum rjóma að áliðnum morgni, áttaði ég mig á að ég (ásamt Sparisjóðnum á Norðfirði), átti Can-Am 1000 sexhjól camo litað árgerð 2015 á snjóbeltum með dekkin í skottinu, í einhverjum bílskúr í Reykjavík !!
Viðhengi
Can-Am 100.jpg
Þetta er þrusu græja, já og nú vantar bara snjóinn.
Can-Am 100.jpg (128.05KiB)Skoðað 9506 sinnum
Can-Am 100.jpg
Þetta er þrusu græja, já og nú vantar bara snjóinn.
Can-Am 100.jpg (128.05KiB)Skoðað 9506 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

valdur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:39
Skráður:14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn:Þorvaldur Sigurðsson

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af valdur » 09 Jan 2019 16:19

Til hamingju með þetta. Þetta kemur sér vel til að skoða hinar eilífu veiðilendur í vetur. Hins vegar gætirðu lent í vandræðum ef þú hygðist fara á beltunum í sumar að sækja hreindýr því í reglunum stendur skýrt: Heimilt er leiðsögumönnum með hreindýraveiðum við þau störf að sækja fellda bráð á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum, enda sé að mati leiðsögu­manna ekki talin hætta á náttúruspjöllum.
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Jan 2019 18:19

Glæsilegt að sjá þetta hjá þér Siggi. Verður vígalegur á þessu...

Ég á von á ýmsum spennandi græjum fljótlega og verður gaman að henda því þá inn hér þegar ég er komin með þær :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Jan 2019 11:32

Fékk enginn neitt veiðitengt í bóndadagsgjöf ?
Ég fékk enga bóndadagsgjöf, það fylgir því víst að eiga enga konu !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 27 Jan 2019 19:22

Ég á konu og ì tilefni bóndadags verslaði ég mér kassa af konfekti. Þegar þrír eða fjórir molar voru eftir bauð ég henni upp á smakk.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Feb 2019 11:22

Jæja

Fyrsta dótið komið í hús. Léttur gönguriffill í refinn.

Tikka T3x stainless laminated í .204 ruger.

Núna er bara að fá smá meira dót á hann þannig að hann verði veiðifær.
Viðhengi
EE133CFE-E2B9-4F70-B56A-917A57E91D51.jpeg
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2019 11:57

Var að fá inn um lúguna langþráðan nýjan fjarlægðarmæli.

Um er að ræða Leica Rangemaster 2700-B mælir.

Hinn var orðin hættur að virka og maður er hálf lamaður án þessa tækis þegar maður hefur vanist því að nota svona.

Fór bara alla leið í þessu og fekk mér Leica. Þessir mælar hafa þrengri geisla en flestir aðrir mælar og henta betur til að mæla minni hluti. Mjög skír gler og þess er um 0.3 sek að taka mælinu og mælir miklu lengra en ég hef nokkurntíman not fyrir.

Til viðbótar er loftvog, hitamælir og hallamælir í honum og ferilreiknir. Ég set kúrvuna mína á minniskort, og þá fá ég um leið fallstillingu fyrir kíkinn ef ég þarf á þvi að halda.

Verður spennandi að fara út með þennan að leika.
IMG_0805.jpg
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Apr 2019 11:18

Jæja, þá er ég að verða ansi vel græjaður.

Kominn með gler á Tikku T3x í .204 Ruger.

Fyrir valinu varð Zeiss V4 6-24x50, með ljósi í krossi og ASV turni með zero stopp. Hefði allveg tekið sjónauka með minni stækkun ef einhver annar hefði verið í boði með sömu eiginleika á svipuð verði, þyrfti að fara töluvert hærra í verði til að finna þannig. Er með þá eiginleika sem ég var að leita að. Léttur, með ljós í krossi, target turn sem hægt er með zero stop, paralax. Mjög sáttur. Sjónaukinn keyptur í Hlað

EAW hringir með sjónaukanum úr Hlað, en ákvað að fara í netta hringi í samræmi við riffillinn sem á að vera nettur, léttur og þægilegur á baki.

Á von á Freyr&Devik hljóðdeyfi á hann, eða featherweight útgáfuna sem vegur aðeins 196 grömm.

Fór svo í Javelin tvífætur fyrir hann, og verður gaman að prófa hvernig þeir koma út í við raunhæfar veiðiaðstæður á rebba.

Svo fór ég líka í aðra Tikku, en það er nýjasti .22LR riffillinn á markaðnum. Tikka T1X sem lofar góðu.

Setti á hann sjónauka sem ég er með í láni og er að fara uppá svæði að fara stilla inn þessar gersemar.

Sé kost í því að vera með bæði T3 og T1 þar sem gikkur og annað er eins á rifflunum.

Verður spennandi að prófa.

Efsti riffillinn er ekki nýr og fekk bara að vera með á mynd. Þetta er SAKO í .222 með JENA sjónauka, sennilega frá því um í kringum 1950...
Photo 07-04-2019, 10 58 53.jpg
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Apr 2019 14:25

Hvar fékkst þú þennan Sako Riihimaki Maggi ?
Þessir riifflar komu flestir hingað milli 1955 og 1960, þeir voru til heilskeftir líka, kannski komu þeir aðeins fyrr en þessir hálfskeftu.
Það eru tveir svona til heima annar heilskeftur en hinn eins og þessi.
Þeir sem á annað borð komu með sjonaukum komu með þessum sjónaukum Carl Seizz Jena sem stækkuðu ofast 4x eða 6x
Heilskepti riffillinn heima er með 4x stækkun en hinn var með 6x stækkun en Pabbi seldi af honum sjónaukan vegna þess að honum fannst betra og meiri árangur að skjóta af sigtunum !
Ég á nokkra svona sjónauka sem ég hef viðað að mér gegn um tíðina, með tilheyrandi festingum, en það þarf að festa þá með spori sem er steypt neðan í þá.
Það er ekki hægt að setja á þá hringi vegna þess að þeir eru hvorki með 1 tommu túbu eða 30 mm túbu, heldur eitthvað grennri, auk þess sem þá þarf að sverfa sporið neðan af þeim sem er slæm piparkaka !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Apr 2019 17:14

Sæll

Amma konunnar ánafnaði mér honum eftir eiginnmann sinn heitin. Þetta er algjör gullmoli og mun ég aldrei breyta honum. Skaut áðann 5 skotum úr honum og voru 4 saman í einu gati og eitt rétt út fyrir á 100 metrum. Og þetta er 4x Jena. Þetta er virkilega frábær riffill og ég á örugglega eftir að taka hann með á eitthvað refaröltið.

Veit svosem ekki nákvæmlega hvenær hann kom, en minnir að ég hafi einhverntíman flett upp raðnúmerinu og fengið út að hann hafi veirð framleiddur 1953.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 08 Apr 2019 23:28

Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig T1 kemur út er ferllega spenntur að sjá hvað hann gerir í raun leist mjög vel á hann þegar ég skoðaði hann á IWA í fyrra.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Sep 2019 21:36

Nýtt dóot og ekki nýtt dót.
Ég var að fara í gegn um skammbyssusafnið mitt.
Efst er gömul kindabyssa cal. 22 sem Björn bóndi í Birkihlíð í Skriðdal keypti í KHB á Reyðarfirði um eða réttfyrir 1960.
Næst tvær Serena minkabyssur cal. 410 önnur keypt úr dánarbúi á Hvammstanga hin gjöf frá Axel vini mínum Kristjánssyni.
Þá Mauser 1911 cal. 22 Lr sem ég splæsti á mig í afmælisgjöf í tilefni síðsta merkisafmælis.
Þá Pav kindabyssa cal. 22 Lr framleidd árið 1957
Neðst er elsta kindabyssa á Íslandi cal 22 short, framleidd 1898
Viðhengi
IMG_1648.JPG
Morgunstund á eldhúsborðinu..
IMG_1648.JPG (87.4KiB)Skoðað 8419 sinnum
IMG_1648.JPG
Morgunstund á eldhúsborðinu..
IMG_1648.JPG (87.4KiB)Skoðað 8419 sinnum
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 07 Oct 2019 20:36, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af petrolhead » 08 Sep 2019 22:26

Gnógt er góðra gripa á morgunverðarborði þínu Siggi, hún er ansi flott þessi sem er neðst á myndinni.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2019 09:31

Við Aðalsteinn vorum að fá í hús nýjan riffil sem við keyptum hjá Jóa byssusmið !
Okkur vantaði léttan riffil vinnu græju til að taka með okkur á hjólin, láta glamra þar í byssufestingunum daginn langan og hlaupa með á bakinu heilu og hálfu dagana !
Fyrir valinu varð Mauser 18 í plast skefti, kaliber 6,5 Credmore, hann er ekki til í 6,5-284 !!
Jói setti á hann wiver reil undir sjónakafestingar, en við erum ekki búnir að ákveða endanlega hvernig sjónauka við setjum á hann !
Erum samt búnir að fá lánaðan á hann sjónauka hjá Þorgils frænda okkar til bráðabirgða Night Forse með stækkun 6-42 x
Við keyptum með honum A-tec hljóðdeyfi með hraðtengi það er hægt að stytta hljoðdeyfinn og létta hann með að taka hluta úr miðjunni á honum.
Síðan setti Jói ólarfestingar í vinstri hliðina á honum til að hægt sé að bera hann í bakpokaólum með hliðina að bakinu, sem er til mikils hægðarauka þegar þarf að bera hann langt eins og gjarnan er þegar við feðgar erum annars vegar !
Hann er rúmlega helmingi léttari en okkar rifflar sem eru kringum 7 kíló !
Ég fullyrði að þetta eru tvímælalaust ódýrustu rifflarnir á markaðnum í dag, miðað við gæði, þeir eru að skjóta mjög góðar grúbbur, þrjú verksmiðju hlaðin skot undir krónupening, auðveldlega !
Viðhengi
IMG_1986.JPG
Svona lítur riffillinn út kominn úr kassanum frá Jóa byssusmið.
IMG_1990.JPG
Riffillinn kom með wiver basa undir sjónauka, sem Jói setti á hann.
IMG_1988.JPG
Við keyptum hliðarfestigar í skeftið á rifflinum hjá Jóa byssusmið til að hann fari betur í burði með bakpokaólum.
IMG_1987.JPG
Þetta er hliðarfestingin fyrir ólina í afturskeftinnu.
IMG_1989.JPG
Að sjálfsögðu var keyptur hljóðdeyfir með hraðtengi á riffilinn, enda kemur hann snittaður, handhægt.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 07 Oct 2019 20:33, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Oct 2019 20:51

Alltaf gaman að dóta sig upp og fór ég að fordæmi ykkar feðga að eignaðist Mauser M18. Hylkið er hefðbundið og trúlega þekka Vaðbrekkumenn það. Cal 222rem. Svo ætlaði ég að monta mig með mynd og þá brast mér þekking og færni. Geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé tölvuni að kenna.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af petrolhead » 02 Oct 2019 13:11

Computer says no 😁
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2019 23:24

Ég bætti inn myndum af rifflinum sem við feðgar keyptum hjá Jóa byssusmið.
Ég ráðlegg öllum að verrsla við Jóa það kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu hans og þekkingu hvað skotvopn varðar síðan er hann með breytt úrval af rifflum og og tilheyrandi skotfærum.
Síðan keypti ég mér líka nýjan sjóonauka hjá Jóa hann er kominn með umboðið fyrir Leica ég keypti sjónauka sem stækkar 10x42 með fjarlægðarmæli ég verð að segja það að ég hef aldrei horft gegn um jafn skíran og bjartan sjónauka svo er innbyggði fjarlægðarmælirinn góður bónus við þennan gæðagrip.
Viðhengi
IMG_1823.JPG
Þarna hangir sjónaukinn á Vargsins hornum !
IMG_1823.JPG (126.37KiB)Skoðað 7869 sinnum
IMG_1823.JPG
Þarna hangir sjónaukinn á Vargsins hornum !
IMG_1823.JPG (126.37KiB)Skoðað 7869 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Haglari » 08 Oct 2019 13:28

Ég þurfti nú líka að kaupa slatta fyrir stuttu, þótt það hafi nú ekki verið á döfinni. Gamli góði Sako 75 fór í flugferð og endaði lífdaga sína ofan í stórgríti, brotin í tvennt og allt bogið sem gat bognað. Það var sárt að horfa eftir honum en nú voru góð ráð dýr, mig vantaði annan riffil sem fyrst. Ég vildi í raun bara koma mér upp því sem næst eins riffli. Sako eru hinsvegar ansi dýrir þannig að ég ákvað að skipta yfir í Tikka þar sem ég er aðalega að fara að nota lásinn. Þetta er náttúrulega framleitt undir sama þakinu þannig að þótt Sako sé meira elegant riffil þá vona ég að þetta komi svipað út og gamli riffillin. Það sem breytist helst er að ég ákvað að fara úr gamla góða 6.5x55 yfir í 6.5 Creedmoor. Ég átti dæjana til þannig að í raun vantaði mig ekkert annað en bara hylkin. Niðurstaðan var því Tikka T3X Varmint 6.5 Creedmoor. Fór úr GRS Hunter skepti í GRS Bifrost skepti. Nákvæmlega eins Hausken JD224 deyfir og ég var með áður, Optilock festingar og nákvæmlega eins Vortex Viper PST GEN II 5-25x50. Vortex ábyrgðin bætti sjónaukan, það var ákveðin léttir. Hlað á hrós skilið fyrir að taka að sér að vera milliliður í að skipta út sjónaukanum. Eftir nokkra daga fékk ég nýjan eins sjónauka afhentan hjá þeim. Það er því nokkurnvegin allt komið saman aftur fyrir utan BixN Andy gikkin en hann fær vonandi far heim til Íslands um jólin, orginal gikkurinn verður að duga þangað til. Nú er ég vonandi að leggja loka hönd á hleðslu til að vera klár fyrir veturinn.
72064426_2421144881307245_2092691732297678848_n.jpg

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Oct 2019 19:46

Já sæll !
Var ekki lásinn á Sako....num heill þrátt fyrir flugferðina ?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt dót í hús

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Oct 2019 21:34

Ég missti mig aðeins í riffilkaupunum.
Keypti fyrst ICCS cal. 17 HMR
Hann er strate pull, boltinn kemur ekki allur aftur, hann lyftist upp í þríhyrning.
Fékk hann notaðan en aðeins búið að skjota af honum 10-20 skotum
Hann er með no name sjónauka 6-12x56
Ég er búinn að prufa hann aðeins, það þarf bara að fínstilla kíkinn.
Viðhengi
IMG_2087.JPG
Hann er í plastskefti.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara