Í fréttum er þetta helst

Almennt um veiði eða veiðar á bráð sem ekki eru í undirflokkunum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 May 2012 13:57

Mér datt til hugar að stofna þráð þar sem við gætum sett inn slóðir á fréttir sem við rekumst á í netmiðlunum og tengjast skotvopnum ,veiðum eða öðru sem að okkur snýr ;)

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/0 ... byssukaup/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 May 2012 12:58

Jæja, nú eru fræðingarnir búnir að fatta að sumir fuglar borða gras.
Ólafur Dýrmundsson talaði um álftir, gæsir og helsingja í því sambandi í hádegisfréttunum.

http://www.ruv.is/frett/mikil-ofbeit
Viðhengi
IMG_9434.JPG
Það fer ekki milli mála þessar grágæsir kroppa gras en margæsirnar í baksýn virðast bara vera að sóla sig
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 May 2012 09:40

Jæja, þetta eru þó góðar fréttir :)

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... n_i_fyrra/
Viðhengi
IMG_0403.JPG
Kannski að þessi sjón verði ekki liðin tíð þrátt fyrir allt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af iceboy » 22 May 2012 09:43

Ætli styttingu veiðitímans verði ekki alfarið þakkað þetta?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 May 2012 15:29

Þá vitum við það, tarfaleyfið kostar 135 þúsund og kýrleyfið 80 þúsund!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... nd_kronur/
Viðhengi
Tarfur og fjölsk.jpg
Tarfur 135 þús. Kýr 80 þús. Kálfar friðaðir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af maggragg » 25 May 2012 11:17

Það eru líka aðrir skæðir vargar en refir hættulegir sauðfé. Þetta er plága sem einhvernveginn þarf að stemma stigum við. Villikettir eru ekki síður skæðir náttúrunni en minkar og sauðfé en refurinn virðist vera.

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/05/2 ... ttasottar/

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 May 2012 14:56

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af maggragg » 29 May 2012 14:38

Meira varðandi Hálsalón og hreindýr:

http://www.dv.is/frettir/2012/5/29/hrei ... sheidinni/

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 29 May 2012 16:06

Já las þetta áðan. Hefði áhuga að heyra álit Sigurðar Veiðimeistara á þessu öllu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 May 2012 00:52

Þetta er svosem ekkert nýtt að Skarphéðinn sé með yfirlýsingar í þessa átt, en hann veit sáralítið hvað hann er að tala um í þessum efnum.
Hann hefur jú vaktað hreindýrastofninn frá því áður en virkjunin var gerð, hann hefur staðið sig vel í að fylgjast með fari hreindýranna af einu svæðinu á annað en hann hefur aldrei rannsakað af hverju þau fara af einu svæðinu á annað.
Enda hentar það honum illa, hann stjórnaði svo til einn rannsóknum á hreindýrastofninum í aðdraganda virkjunarinnar, en var jafnframt yfirlýstur einn af hörðustu andstæðingum hennar og ef það hefur ekki litað niðurstöður rannsóknanna er ég illa svikinn. Niðurstöður rannsóknann voru allar í skötulíki með getsökum um að lóið mundi hafa svo og svo vond áhrif á hrindýrastofninn og til að geta sagt um það með vissu yrði að rannsaka þetta enn betur samt tók hann alltaf versta mögulega kostinn og sagði að það mundi verða niðurstaðan. Þess vegna hentar það honum vel núna að minna á að dyrin séu öll farin þaðan og skella skuldinni á virkjunina, en líta ekkert til þess að þetta getur haft sínar eðlilegu orsakir.
Það hefur aldrei gengið með góðum árangri að láta róna afgreiða í áfengisversluninni, það er bara ávísun á rýrnun!
Það hefur verið ljóst í marga tugi ára og gamlir hreindýraveiðimenn hafa tekið eftir því í áranna rás að hreindýrin færa sig milli svæða á 10 til 15 ára fresti og það var alveg ljóst í huga þessara manna og mér var það einnig ljóst að dýrin voru að flytja sig af þessu svæði kring um virkjanasvæðið í aðdraganda virkjunarinnar.
Þau fóru út á Fljótsdalsheiðina eins og jafnan áður þegar þau yfirgefa Vesturöræfin, síðan hafa þau alltaf farið þaðan austur á Múla og austur fyrir Hornbrynju í framhaldi af því, áður en þau koma aftur inn á Vesturöræfi.
Við vitum ekki af hverju dýrin flytja sig svona milli svæða en við höldum að það hafi með gróðurinn að gera, það er að þau klári ákveðinn kjörgróður úr landinu og flytji sig milli svæða til að fá þennan gróður. Það er nefninlegan þannig að grasbítar halda sig bara þar sem þeir hafa að borða og okkur grunar að hreindýrin séu bara ,,matvönd" og sæki í einhvern ákveðinn gróður umfram annan.
Þetta hefur sá góði Skarphéðinn aldrei viljað rannsaka, kannski hentar það honum ekki eða fær ekki fjármagn í það en hann neitar allavega að viðurkenna þessi fræði gömlu mannanna og segir að þetta þurfi að rannsaka áður en nokkuð sé sagt um þetta, hann hefur sennilega aldrei heyrt spakmælið ,,það er oft gott sem gamlir kveða".
Það er einnig beinlínis rangt sem Skarphéðinn segir að þetta svæði sem fór undir lónið hafi verið mikilvægt fyrir hreindýrin, á því svæði var aldrei mikið af hrendýrum, þau voru ekki niður í Hálsi sem fór allur undir lónið, þau voru alltaf mest uppi á sléttunum efst í Hálsinm sem ekki fóru undir lónið.
Hálsinn var ekki nema síður sé sérstakt burarsvæði dýranna, það er aðeins vitað um eitt ár sem þau báru mikð inni í Hálsi en það var vorið 1979 en það er líka eina vorið sem Skarphéðinn rannsakaði dýrin að einhverju ráði um burðartímann.
Til dæmis vorið 1983 sem var líka hart vor báru kýrnar mikið úti í dölum, Desjarárdal, Glúmstaðadal, Þuríðarstaðadal og Hrafnkelsdal sem og önnur hörð vor eftir 1979.
Þetta svæði sem fór undir Hálslón þó það sé 56 ferkílómetrar, skiptir engum sköpum fyrir vöxt og viðgang hreindýrastofnsins, né heldur farleiðir dýranna.
Á næstu 10 árum byrja dýrin aftur að koma inn á þetta svæði eins og ekkert hafi í skorist, spái ég :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 2
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 30 May 2012 11:19

Sælir

Þetta sem Siggi segir endurspeglar nákvæmlega það sama og frændi minn hann Guðmundur Valur á Lindarbrekku sagði mér fyrir einhverju síðan. Þá vorum við að ræða fjölgun hreindýra á hrauninu og á og dölunum niður af því og sagði hann að þetta kæmi og færi með sveiflum í gróðri. Sér til stuðnings nefndi hann einhver ártöl og annað sem ég get því miður ekki haft eftir honum.

En eftir situr að karlinn hafði rétt fyrir sé með komandi fækkun á Fljótsdalsheiði, hann vildi líka meina að þetta myndi ganga til baka aftur líkt og það hefði áður gert.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 May 2012 08:27

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 May 2012 15:31

Og þetta er í fréttum í dag hvernig peningunum úr veiðikortasjóðnum verður úthlutað.
http://www.visir.is/ellefu-milljonir-ur ... 2120539925
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Padrone » 01 Jun 2012 10:39

Sá þetta eins og flesstir aðrir sem lesa Fréttablaðið, er þetta vitleysa í mér eða er hún ekki að brjóta þónokkur lög og/eða reglur á þessari mynd?
Bara svona því hún er nýkomin með prófið...

http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=1964
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Benni » 01 Jun 2012 11:20

Sá að á Hlaðvefnum eru menn að setja út á þetta og ég er alveg gapandi hissa hvað menn eru tilbúnir að setja útá gjörsamlega allt sem hægt er.
Þetta er bara uppstillt mynd, hún er ekki á veiðum eða að nota byssuna í neitt annað en að láta taka mynd!

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Jun 2012 13:36

Hey menn gangrýna ekki huggulegar dömur sem eru að taka byssuleyfi :lol: :oops: :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Padrone » 01 Jun 2012 13:48

Mér var nú bara umhugsað um þetta því hún er nýkomin með próf, með hálfsjálfvirka haglabyssu, lásinn lokaður og innanbæjar.

Ég er samt alveg nokkuð viss um að það sé ekki skot í skothúsinu þó maður geti ekki verið 100% því það er lokað.

En kannski er maður smámunasamur og kannski verður það veiðimönnum landins til framdráttar þegar þeim er stillt svona upp =) en er okkur ekki öllum annt um orðspor veiðimanna?
(Og það er alls ekkert að því að konur taki prófið, huggulegar eður ei ;) )

Ekki halda að ég sé eitthvað að setja út á dömuna persónulega. Ég hefði sagt það sama ef einhver annar væri þarna á forsíðunni.

En hvað finnst ykkur? er verið að fara út fyrir ramma laganna þarna á myndinni eða ekki?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Padrone » 01 Jun 2012 13:58

Stend leiðréttur ... lásinn er ekki lokaður.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 34
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jun 2012 15:50

Ég óska Maríu Birtu innilega til hamingju með byssuleyfið.
Þetta er flott mynd af henni og flott umfjöllun um hana í blaðinu, það er alltaf gott fyrir okkur skotáhugamenn að fá svona jákvæðar umfjallanir.
María Birta kom með fósturföður sínum Pálma Gestssyni á hreindýraveiðar í fyrra og hún á eftir að verða hörku veiðimanneskja, hún hefur allt sem þarf til þess.
Mér finnst hún taka sig vel út á þessum myndum sem ég tók af henni :D
Viðhengi
IMG_4794.JPG
Framtíðar veiðimaður, ekki spurning.
IMG_4802.JPG
Það hafa ekki allir veiðimenn lagt í það sjálfir að flá hauskúpuna en það gerði Maria Birta ein og skammlaust.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Í fréttum er þetta helst

Ólesinn póstur af Padrone » 01 Jun 2012 16:24

Þetta er víst bara einhver smámunasemi í manni.

Óska henni og hennar til hamingju og vegni henni að sjálfsögðu vel.

Vil bara koma í veg fyrir að fólk sé að misskilja mig.

Mér finnst flott að fólk láti drauma sína rætast, mér finnst þessi mynd mætti vera aðeins betur útfærð.

Jæja, komið nóg af þessari umræðu ?! já ég held það - hvað er annað að frétta? =D
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Svara