nýjar byssur komnar í safnið.

Allt sem viðkemur byssum
Konni Gylfa
Posts: 69
Joined: 24 Oct 2012 19:01

nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Konni Gylfa »

jæja það varð lítið úr því sem maður ætlaði í fyrstu. planið var að kaupa howa riffil í cal 204 ruger og gamlan sako í 222 og setja líka í 204 ruger. Umboðsaðili howa hreynlega vildi ekki panta fyrir mig riffilinn svo úr varð að ég datt niður á nýja tikku t3 varmint stainless í .204 ruger og tók hana. Sakoinn sem átti að breyta reyndist vera svo illa farinn að það borgaði sig ekki að taka hann í breytingar, en keyptum í staðin remington vssf 223 nokkura ára gamlann en held að hann verði þrusu góður. Tikkan er algjör draumur og ég sé ekki eftir því að enginn hafi nennt að flytja inn howa :lol: verð að reyna að henda fljótlega inn myndum.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Gisminn »

Hlakka til að sjá og verst að þeir vildu ekki panta Howuna þetta eru flottar byssur.
https://www.google.is/search?q=Howa+204 ... 40&bih=773
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by skepnan »

Sæll Konráð, það kemur mér mikið á óvart að Óli í Veiðihorninu vilji ekki panta fyrir þig Howu og setja inn í næstu sendingu. Hann gerði það fyrir mig á sínum tíma, svo tók bara við biðin eftir því að sendingin kæmi frá Stóra Hreppnum fyrir Westan :D
Ég þekki manninn engöngu af hjálpsemi og þjónustulund enda var hann alveg til í að sérpanta fyrir mig bæði gerð sem að hann hafði ekki verið með áður og annað kalíber, og ég var ekki sá eini í þeirri sendingu.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
Konni Gylfa
Posts: 69
Joined: 24 Oct 2012 19:01

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Konni Gylfa »

já ekki veit ég hvað málið var með að panta riffilinn :( en eflaust er misjafnt hvernig þessum málum er háttað. nennti bara ekki að bíða lengur þegar ég var búinn að biðja um sérpöntun síðan í sept.

en það er búið og gert og ég er alsáttur. keypti federal skot verksm hlaðin með 39 g blitz king og tikkan er að gatnegla þeirri kúlu svo maður bíður bara spenntur eftir að lyggja fyrir rebba.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Gísli Snæ »

Pantaði á sínum tíma Savage í gegnum Veiðihornið. Eftir langan tíma (man ekki nákvæmlega hversu langan) gafst ég upp og hringdi í Ólaf og afpantaði. Fékk mér Tikku í staðinn. Gæti ekki verið sáttari.

Það vantar samt ekki að það er fínt að tala við Ólaf og hann alveg pottþétt hinn fínasti karl. Mér brast bara þolinmæðin. Gæti verið að reynsla hans af kauðum eins og mér komi í veg fyrir að hann sérpanti. EN - ef það stæðist allt hjá þeim væri það ekki vandamál.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by skepnan »

Sælir drengir, mig grunar að málið sé það að hann pantar inn einu sinni á ári (held ég). Útflutningsleyfin frá USA eru nefnilega ekki gefins svo að hann pantar eins mikið og hann getur í einni pöntun til að halda verðinu niðri. Þá dreyfist útflutningsleyfiskostnaðurinn yfir allar byssurnar og verðið verður betra af þeim sökum.
Eins og ég sagði áður þá lagði ég inn pöntunina hjá honum og beið svo sallarólegur eftir sendingunni enda bjó ég í Skotlandi þar sem að máltækið "Good things come to those who wait" er í miklum hávegum haft, t.d. hvernig hella á írskum Guinnes en það tekur 115 sekúndur ef ég man rétt að hella einni pintu af slíkum í glas :D Góðir hlutir gerast hægt er íslenska útgáfan ;)
Þetta er það sem mig grunar en ég auðvitað veit það ekki.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
Konni Gylfa
Posts: 69
Joined: 24 Oct 2012 19:01

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Konni Gylfa »

tikkan komin í notkun
Attachments
P1010929.JPG
munurinn á 243 og 204
munurinn á 243 og 204
P1010928.JPG (34.64 KiB) Viewed 3677 times
P1010926.JPG
P1010925.JPG
P1010924.JPG
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by T.K. »

Spennandi. Viltu segja okkur verðið?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
Konni Gylfa
Posts: 69
Joined: 24 Oct 2012 19:01

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Konni Gylfa »

fullt verð var 230.000 á rifflinum sjálfum. ellingsen voru liðlegir og gáfu ágætis afslátt.
meoptan á 126.000 og þeir hjá hlað stóðu sig ekki verr og þar var einhver afsláttur
tvífóturinn frá Tóta Óla á einhvern 15.000 ca.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by T.K. »

Ekki stóð á því. Takk fyrir. Reglulega skemmtilegt skref að prófa 204
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
Hjörtur S
Posts: 56
Joined: 24 May 2012 13:41
Location: Reykjavík

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Hjörtur S »

Það getur tekið sinn tíma að fá sérpöntun afgreidda hjá honum Óla. Gísli ég var nú búinn að vara þig við að þetta tæki sinn tíma.

Ég pantaði Savage LRP í cal 260 í apríl 2011 (sama grip og Gísli reyndi að panta) en í apríl var hann óli að ganga frá stórri pöntun fyrir verslunina þannig ekki átti að vera bið á því að pöntun færi í gang. Áætlaður tími var 9 vikur. OK ég átti að fá riffilinn afhentan um miðjan júní. Hann kom hinsvegar ekki fyrr í lok sept sama ár eða eftir 23 vikur. Á þessum biðtíma getur Keli hellt í 120.960 Guinnes bjóra, gaman hjá honum.

Ég missti hinsvegar af sumrinu hvað varðar notkun á þessum grip sem var sérpantaður.
Það sem mér líkaði verst var að afgreiðslutíminn stóðst alls ekki og það var eins og að sá sem tók á móti pöntun bæri ekki nokkra ábyrgð á þessari seinkun ?

Byssuna er ég hinsvegar sáttur með.
Það er gott fyrir ykkur að hafa í huga að þetta getur tekið 5 mánuði !

Til lukku með gripinn Konni.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Gísli Snæ »

Rétt er að Hjörtur varaði mig við - hefði betur hlustað á hann.

En ég tók eftir því í fyrradag að þessi byssa er núna auglýst hjá Veiðimanninum. Ætli að það sé ekki byssan sem ég pantaði á sínum tíma.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
Konni Gylfa
Posts: 69
Joined: 24 Oct 2012 19:01

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Konni Gylfa »

sælir. ég veit nú að sérpantanir taka tíma, en þær eiga að taka tíma eftir að búið er að panta þær en ekki að maður bíði í 5 mánuði eftir að maðurinn panti og þurfa þá að bíða í aðra 5 eftir að varan skili sér. Gísli, nú langar mig að panta í sumar boyds skepti á tikkuna, þarf maður ekki að láta þá fræsa sérstaklega úr fyrir svona magasíni eins og þú ert með?
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968
Gísli Snæ
Posts: 475
Joined: 12 Apr 2012 21:37

Re: nýjar byssur komnar í safnið.

Unread post by Gísli Snæ »

Sæll Konráð

Ef þú getur pantað skefti sem á að passa fyrir Tikka botnplötuna þá ætti þetta að ganga. GRS skeftið mitt var gert fyrir standard Tikka botnplötu. CDI botnplatan sem ég pantaði frá www.tikkaperformance.com er ekki auglýst sem "drop in" það þarf alltaf að taka smá úr skeftinu. Finni reddaði því bara þegar að hann beddaði riffilinn og skipti um lug.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is
Post Reply