Ég hefði alveg verið til í að greiða Gjald fyrir heimaland.
Ég hef leigt gæsatún.
Málað hlöður, flísalagt mjólkurhús, og allan fjandann 

Gert endalausa greiða og lagt mikið á mig fyrir menn og málefni.
Ekkert að því.
En ég vil ekki láta selja mér einhvað sem fólk á ekki.
Ég vil ekki heldur sélja einhverjum einhvað  sem ég er ekki viss um að ég eigi!
T.d finndist nér ekki rétt að selja hægrasætið  Landcruser veiðimeistaranns, þó einhver væri til í að ánefna mér því!  
 
 
Slíkt myndi bara koma upp leiðindum milli mín og Sigga og líka þess sem ég seldi sætið!
Held að V-Hún standi ekki og falli með þessum "svikum"  Sýslumaður mun ekki kæra og ekki senda lögreglu á svæðið. Ég sem veiðimaður get ekki kært Skúla sveitarstjóra, enda væri það bara leiðindi og ég held að þetta sé fínn kall.
Finnst bara að þarna sé verið að þrýsta á lagabreytingu. Í dag eru veiðar heimilar á afréttum, almenningum, Þjóðlendum utan landareigna lögbýla.  Held að þetta þurfi að breytast. Veiðréttur á almenningum, afréttum Þjóðlendum verði almannaeifgn án tillits til eignaréttar. Tilgangurinn er að losna við svona leiðindi. Held að við þessar 4-5 þús hræður sem göngum til rjúpna, eigum að vera stuðningur við dreifðar bygðir í stað þess að altaf sé verið að hrekja fólk í burtu!  Hugsanagangurinn er næstum eins enkennilegur og í VJÞ. Rekum alla í burtu, verum hissa að við eigum fáa vini og engir vilji koma og styðja við bakið á okkur  
