Page 2 of 2

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Posted: 17 May 2012 19:30
by maggragg
Padrone wrote:Hver er munurinn á FFP og SFP ?
Þetta snýst um það hvar krossinn er staðsettur í sjónaukanum. Flestir sjónaukar eru "First Focal Plane" sem þýðir að krossinn er alltaf jafn stór í augum skyttunnar óháð hvaða stækkun er valin á sjónaukanum. Ef maður notar sem dæmi mildot kross þá er 1 mil á milli punkta á aðeins einni stækkun, t.d. 24x eins og á Sightron.

"First focal Plane" sjónauki er þeim eiginleikum búin að krossinn stækkar með þegar "zoomað" er inn en krossinn heldur þá líka hlutföllum sínum og því er hægt að nota mil-dot sem dæmi óháð því hvaða zoom er notað.

Það er mjög persónu bundið hvað fólk vill nota. Fyrir tactical skyttur og þá sem nota krossana til mælinga eða til að miða út fall og vind myndi FFP henta betur en þannig sjónaukar eru yfirleitt dýrari og þeir eru ekki eins algengir heldur. Það má segja að nánast allir sjónaukar hér á landi séu SFP, þ.e.a.s að krossinn stækkar ekki með zoominu og heldur því ekki hlutföllum sínum. Kosturinn við það er sá að krossinn er alltaf jafn þunnur og verður ekki lítill í minnstu stækkun né stór í stærstu stækkun.

Vona að þetta útskýri munin á þessum útfærslum á sjónaukum. Ég sjálfur myndi kjósa FFP en ég bíð bara þangað til Sightron kemur með þannig sjónauka, þangað til læt ég SFP duga :)

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Posted: 17 May 2012 19:31
by maggragg
marin wrote:Sæll og til hamingju með gripinn, flott græja, var sjálfur að fá minn Sightron og er ekki minna spenntur að komast í land og fara að prufa.
kv Árni
Sæll og takk fyrir það. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með hann :) Hvaða týpu fekkstu þér?

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Posted: 17 May 2012 20:07
by gylfisig
Æji já.. það verður gott að komast í land og dusta rykið af dótinu. Styttist í það :D
Sightron er afburða skýr, og tær sjónauki, og hann kom mér afar mikið á óvart, hvað skýrleika snertir á meiri stækkunum. Ég var með þann stóra, 10-50 x60 en því miður hentaði krossinn mér ekki til þeirra hluta sem ég ætlaði að nota hann, þ.e. í refaveiðar. Til þess var krossinn of fínn þegar birtu var farið að bregða.
Vil líka benda mönnnum á annan sjónauka sem þeir ágætu Skyttumenn á Akureyri hafa verið með, en það er IOR sjónaukinn. Var með riffil með þannig sjónauka í vetur, og það verð ég að segja að hann er með því allra besta sem ég hef horft í gegnum.
Til hamingju með nýja sjónaukann þinn Magnús.

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Posted: 17 May 2012 20:20
by maggragg
Takk fyrir það Gylfi. Já IOR sjónaukarnir er spennandi, en þeir bjóða líka uppá FFP sjónauka :)

Þessi væri ekki slæmur:
http://www.valdada.com/scopes/tactical- ... d-mp-8-dot

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Posted: 18 May 2012 02:28
by marin
Sæll Magnús, ég fékk mér Slll 6-24-50 með 30 mm túbu.Mild dot krossi.
Sammála með þjónustuna hjá Skyttunni, frábær og fljótir að panta og verðin stóðust algjörlega .

kv Árni