Page 2 of 2
Re: Smá skotæfing!
Posted: 15 May 2012 22:24
by Veiðimeistarinn
Flottir rifflar

Re: Smá skotæfing!
Posted: 16 May 2012 23:47
by maggragg
Þórður, hvernig stuðning ertu með undir afturskeptinu þegar þú ert að skjóta? Mig grunar að bakslagið sé að hafa áhrif á grúppurnar á .300 Win rifflinum eins og Þorsteinn segir. Þetta eru algeng ósjálfráð viðbrögð líkamans að bregðast á ákveðin hátt við bakslagi. Það þarf oft mjög mörg skot til að venjast af því og stundum tekst það ekki. Ef gikkurinn er stífur eða lélegur verður þetta ennþá verra. En það er líka erfitt að marka svona þegar aðstæður eru krefjandi eins og þarna hjá þér

Re: Smá skotæfing!
Posted: 16 May 2012 23:58
by gylfisig
Riffillinn hjá Þórði er vafalítið frekar þungur sýnist mér af myndunum að dæma.. sennilega á pari við TRG-inn hjá mér , eða jafnvel þyngri.
Trúi ekki að bakslag sé að trufla. Nú, og ef það er muzzlebrake á honum, þá er bakslagið lítið. Aðeins ærandi hávaði
Ég er alltaf með sandpoka með mér í bílnum, sem er reyndar bara búinn til úr gallabuxnaskálm, sem er klippt til, og síðan fyllt með sandi, og mig minnir meira að segja að ég hafi saumað sjálfur fyrir í gömlu Singer saumavélinni

Mjög gott að hafa slíkan poka undir að aftan, við margvíslegar aðstæður.
Re: Smá skotæfing!
Posted: 17 May 2012 08:54
by Veiðimeistarinn
Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta, vegna þess að ég hef ekki vit á þessu. Ég hef ekkert vit á benc rest og lítið vit á markskytteríi eins og þátttaka mín í ótal skotmótum ber vitni um. Allar skotæfingar mínar snúast um veiðar.
Re: Smá skotæfing!
Posted: 17 May 2012 20:57
by Spíri
Megin ástæðan fyrir lélegu 300win mag grúbbunni er að ég lá á jörðinni og hélt undir hann að aftan, hefði ég verið með sandpoka undir afturskeptinu eins og Maggi og Gylfi bentu réttilega á hefði útkoman vafaslaust verið betri. Snilldar ráð hjá Gylfa að vera með gallabuxnaskálm fyllta af sandi og hef ég þegar stolið þeirri hugmynd

En varðandi bakslagið að þá er það ekkert voðalegt, minnkaði allavega mikið við að setja riffilinn í þetta GRS skepti, en það er ekki bake á honum en verður með braki eftir að hlaupið verður uppfært

Svo er það líka að ég var að skjóta verksmiðju hlöðnum skotum.