Page 2 of 2

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Posted: 27 Dec 2012 17:02
by Tf-Óli
Gott innlegg Gylfi. Fyrir mér er þetta einhverskonar combo af þægilegum kúluferli og þokkalegri nákvæmni. Ég verð aldrei íslandsmeistari i benchrest, ég hef ekki þolinmæðina í það góða sport.
Ég veiddi mikið með rifflinum áður en að ég breytti honum. Ég er sannfærður um að eftir breytingu er hann helmingi nákvæmari og margfallt þægilegra að skjóta úr honum. Að hofa á skotmarkið eftir skot er lúxus sem ég þekkti ekki með 6.5x55 lite.
En ég ætla að prufa 120gr hleðsluna frá þér.
Takk fyrir.

Re: Fyrstu skeytin flogin úr rifflinum.

Posted: 27 Dec 2012 19:25
by maggragg
Sammála Gylfa í þessu. Það fer allt eftir því hvað verið er að gera hvaða kúla og kúluþyngd hentar. Ég er alltaf að skjóta þyngstu kúlunni í 6.5x55, eða 140 graina. Það skákar því ekkert í markskotfimi þar sem fjarlægðin er þekkt og fall því aukaatriði en nákvæmni og vindrek aðalmálið. Hinsvegar er ég líka sammála Sigurði þegar kemur að veiðum og þá sérstaklega hjá leiðsögumanni sem þarf að vera fljótur að hitta dýr á færi sem þarf jafnvel að sirka færið á. Þá skiptir máli að flækja hlutina sem minnst og því skiptir máli að fallið sé sem minnst til að fækka óvissuþáttum.

Þetta eru endalausar pælingar og ef það væri til eitt ríkiskaliber, ein ríkiskúla þá væri þetta sport nú ekki svona skemmtilegt og þessar umræður ekki svona líflegar :)