Page 2 of 2
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 29 Dec 2012 12:03
				by Stefán_Jökull
				HAHAHAHAHAHA!!!!!
Góður!!
Mér gafst vel að hlusta á þetta á MP3 spilara í vinnunni seint og snemma.  Þökk sé Bjarmalandi.
http://refur.is/default.asp?sid_id=3296 ... 42&meira=1 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 29 Dec 2012 12:51
				by Gisminn
				Þegar ég keypti mína flautu af þeim fyrir austan ekki með belg þá fylgdi með diskur til æfinga og 3 stykki til að skipta um bráð 1. rauðref 2 Heimskautaref og svo Gaupu og þetta með kellu er ekki fjarri lagi  

 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 16:13
				by E.Har
				Var að hlusta á Bjarmaland.
Mjög gaman en sonurminn heyrði í mér hlusta á kinninguna og sagði " Eg vissi ekki að þú værir orðin svona gamall! Þegar menn eru farnir að hlusta á svona þá ega menn víst ekki mikið eftir".  
 
Annars fróðlegt.
Er engin hér að nota kalltæki á tófu?
 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 16:36
				by skepnan
				Er ekki bezt að nota bara rúpnaflautu í verkið?
En rjúpnaflauta er hálfs lítra kók þömbuð í einum teig og svo er helvítið bara ropað inn 
  
 
Mæli ekki með aðferðinni hans Sigurðar á þetta, ekki á innsoginu 
  
 
Kveðja Keli
 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 16:41
				by E.Har
				Gæti virkað hef fengið yrðlinga á heiðargæsaflautu á haustinn.
Þarf samt ekki að fylgja að éta 2 kókosbollur fyrst til að hámarka framyndun 

 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 17:01
				by Stefán_Jökull
				Þetta er annars góð pæling.  Kanar nota oft hljóð frá særðum dádýrskálfum til að ná inn sléttuúlfum.  Hver getur jarmað eins og helsært lamb?! 

 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 17:14
				by skepnan
				Stefán_Jökull wrote:  Hver getur jarmað eins og helsært lamb?! 

 
Það er ekkert mál, þú sest bara á "sjálfan þig" ,þú skilur hvaða líkamspart, og prófar að jarma 

 .
Ég er viss um að við hljómum allir eins og helsært lamb þá 
  
  
  
 
Kveðja Keli
 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 17:24
				by Veiðimeistarinn
				Jú ég get jarmað eins og lamb, hef ekki prufað það, en ég veit að refaskytta sem var með pabba á grenjum í den.....jarmaði oft til að vekja tófur ef hann vildi að þær risu upp til að betra væri að koma á þær skoti, jafnvel þó þær væru í haglabyssufæri.
Er þá ekki málið að nota hreindýraflautuna sem ég notaði á kálfana með góðum árangri meðan það var.  
Ég lagði skrambans flautunni þegar ekki var lengur leyft að veiða kálfa og síðan liggur hún að mestu ónotuð en mér hefur aldrei dottið í hug að nota hana á tófur 

 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 19:12
				by Rúnar
				Haldið þið að svona flautur sem gefa frá sér neyðarkall dýra eins og þessi: 
http://www.nordikpredator.com/index.php ... 10&lang=en virki eitthvað hér á landi.
 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 19:44
				by Stefán_Jökull
				Ég er frekar til að reyna það heldur en að tylla mér á meðreiðarsveinana. 

 
			 
			
					
				Re: Vorveiði á ref.
				Posted: 30 Dec 2012 20:41
				by Veiðimeistarinn
				Ég held að þetta kall sem hann notaði á refinn mundi aldrei virka hérna á klakanum, þetta eru hálfgerð viðvörunaröskur og það gekk allt of lengi á þessu, mann ands.....ætaði aldrei að hætta!