Page 1 of 1

Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 30 Jan 2013 11:02
by TotiOla
Sælir

Bara svona til gamans þá langaði mig að deila með ykkur myndbandi af ungri dömu í svona "skotþrautabraut". Helvíti góð verð ég bara að segja.

https://www.facebook.com/photo.php?v=43 ... =2&theater

Ætli það fengist/fáist einhvertíman leyfi fyrir svona braut á íslandi?

Re: Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 05 Feb 2013 02:39
by prizm
Því miður verður ÍSÍ og STÍ að samþykkja þessar íþróttir.
Einnig verða skotíþróttafélögin sjálf að vilja taka þessa íþrótt.
Ég heyrði reyndar "á götunni" að lögreglan þyrfti einnig að samþykkja þetta.

Ef ég man rétt reyndi Skotdeild Keflavíkur að fá leyfi fyrir IPSC eða einhverju svipuðu og fékk neitun frá einum aðila.

Því miður fyrir okkur íslendinga þá virðist vera "einokun" á skotíþróttamarkaðnum.

Re: Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 05 Feb 2013 09:24
by Stebbi Sniper
Þetta er reyndar ekki alveg rétt... því STÍ reyndi að sækja um að fá þessa skotíþróttagrein ásamt mörgum öðrum inn fyrir fáum árum síðan, en fékk höfnun frá ríkislögreglustjóra.

Það er hægt að lesa um þetta í þinggerðum STÍ. Byrjar á blaðsíðu 5.

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]


Re: Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 05 Feb 2013 10:15
by Baldvin
Veistu hver rök ríkislögreglustjóra voru fyrir að hafna þessu?

Re: Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 05 Feb 2013 13:16
by Stebbi Sniper
Nei ég er nú ekki alveg með það á hreinu! Stjórn STÍ eða gamli formaðurinn okkar í Kópavoginum Steinar Einarsson getur örugglega svarað því. Ég geri ráð fyrir því að það sé sambland af nokkrum þáttum.

Steinar hefur unnið mest í því að reyna að koma þessari tegund skotfimi í gang hér á landi, en ekki haft erindi ennþá. Ég held reyndar að það þurfi mikið að breitast í viðhorfi til okkar hjá yfirvaldinu svo þetta verði leyft.

Re: Skotþrautabraut ... fjarlægur draumur?

Posted: 06 Feb 2013 00:46
by prizm
Eins og ég sagði þá var ég ekki viss um hvernig þetta hefði verið.
Frábært að Stefán hafi verið með upplýsingarnar :)
Ég tel að ástæðan afhverju Ríkislögreglustjóri vill ekki leyfa practical skotfimi er sú að það opni fyrir alls konar byssur og breytingar á þeim sem og að skotmörk teljast líklegast of lík "human silhuette" og í þriðja lagi þá teli lögreglan að þetta sé "tactical" skotfimi sem hægt er að nýta gegn öðru mannfólki.

Þannig séð þá ætti að vera í lagi að æfa practical skotfimi með löglegum vopnum(haglabyssum og boltarifflum), því miður er það líklegast á of gráu svæði að nota skammbyssur og hálfsjálfvirka riffla til þess þar sem það er tilgreint að það þurfi að vera viðurkennd keppnisgrein þar á bakvið(það á þó eingöngu við þau vopn sem eru skráð sem skotvopn til íþróttaiðkunar)