Page 1 of 1
					
				Nýr lás
				Posted: 20 Mar 2013 18:29
				by Daði Sako
				Sælir 
Ég er með sako 75 22-250 í fínu standi. Mig langar að smíða mér 6 mm 284. Nú er málið á ég að rífa sako eða selja hann  og kaupa nýjan lás?.
Vitið þið hvað kostar að fjárfesta í nýjum lás í svipuðum gæðaflokk 

 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 20 Mar 2013 19:13
				by Gísli Snæ
				Sæll Daði
Held að Stiller lásar sem Hlað selur séu einhverstaðar í kringum 200 þúsund - þ.e. bara lásinn (vantar gikk, magasín). Smíðaðu bara úr Sako lásnum - ekki spurning.
Og muna - setja undirskrift við póstana þína.
			 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 20 Mar 2013 19:18
				by gylfisig
				'i sjálfu sér ekkert að því að nota Sako lásinn.
Er það vegna þess að hlaupð er ónýtt sem þú ætlar í þessar breytingar?
Ef þú ætla að kaupa einhvern notaðan lás, þá máttu búast við því að þurfa að snara út amk. 100 kalli, ef ekki meiru. Nú, og custom lásar eru enn dýrari.
Ódýrast er þá fyrir þig að nota Sako lásinn þinn. Velti líka fyrir mér þessu vali á kaliberi.
6mm 284 er mikill hlaupabrennari, trúlega einn af þeim duglegri, í þeim efnum.
Vissulega flatt hylki, með flatan feril. En eins og  ég bendi á, þá eru ókostir sem fylgja þessi caliberi.
Þessi lás býður upp á mörg önnur skemmtileg caliber sem vert er að skoða.
Þar nægir að nefna  6 BR, 6,5x 47, 7mm08,  308 win, og reyndar nokkur fleiri.
Þetta eru þau hylki sem ég myndi helst skoða, með tilliti til nákvæmni, og vargskotfimi mun frekar en 6 mm 284
			 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 21 Mar 2013 10:36
				by Daði Sako
				Það er komið að hlaupskiptum og þess vegna eru þessar pælingar.
6 mm 284 er bara della sem mig hefur leingi  langað að prófa,  annars hef ég  líka verið að spá í 6BR. Það er eithvað við hraðan  

  öll mín vopn virðast altaf enda í hámari hjá mér?
Sigurður Daði Friðriksson
Því miður Kóp
 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 21 Mar 2013 10:58
				by Gísli Snæ
				Ef ég ætti að velja þá yrði 6 BR frekar fyrir valinu. Og notaðu Sako lásinn og síðan er alltaf hægt að skreppa upp í Hlað og smella sér á GRS skefti 

 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 21 Mar 2013 21:36
				by Veiðimeistarinn
				6-284 er alveg á pari við 22-250 og að mörgu leita elilegt framhald af honum!
En hafðu það í huga að 6-284 er ekki gerður til að skjóta mikið þyngri kúlum en 70 gr.
			 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 21 Mar 2013 21:51
				by Sigurður Páll
				Sæll nafni
Fer það nú ekki eftir twistinu í hlaupinu sem hann tekur hvað hægt er að skjóta þungum  kúlum?
kveðja Sigurður
			 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 22 Mar 2013 07:35
				by Veiðimeistarinn
				Það er yfirleitt verið með hægt tvist í þessu kaliberi 6-284 svona 1:12 til 1:14 til að það njóti allra hæfileika sinna.
			 
			
					
				Re: Nýr lás
				Posted: 22 Mar 2013 09:15
				by GBF
				Er stuttur lás endilega það heppilegasta fyrir þetta annars ágæta hylki ? Nú er hylkið sjálft heilir 55mm að lengd. Ég var með 6mm Remington (57mm) í stuttum lás og var ekki hrifinn af fyrirkomulaginu.