Page 1 of 1

HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 08 Apr 2013 14:09
by karlguðna
Sælir allir, ég hef verið að hugsa um "handstöðuna" á rifflinum þegar maður er að skjóta og það stuðar mig alltaf að þurfa að taka hægri hendi af rifflinum þegar að sett er nýtt skot fram í hlaup, ég hefði nefnilega viljað nota vinstri hendina á boltann en hafa samt riffil á hægri öxl !
Hafa menn eithvað verið með svona grúsk ??

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 00:32
by jon_m
Ég hef aldrei prófað annað, hef reyndar riffilinn í vinstri og nota hægri á boltann. En þeir sem kunna eitthvað að skjóta segja þetta alveg vonlaust ef þú ætlar að skjóta standandi og vera fljótur að hlaða, t.d. í skógarveiði.

http://www.youtube.com/watch?v=FIBEwY4_Yqc

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 07:43
by 257wby
Sé bæði sjónarmiðin, ef maður er að skjóta af resti eða tvífót þá finnst mer betra að nota "forskeptis hendina" til að opna og loka boltanum,en ef verið er að skjóta án rests þá notar maður þá hendi til að halda rifflinum að öxl meðan hin opnar og lokar bolta.

kv.Guðmann

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 14:20
by karlguðna
Skjóta standandi segið þið , ég verð að játa að með riffli hef ég gert mjög lítið af því ,sem er náttúrulega tóm vitleysa að æfa það ekki líka :? ég hugsaði þegar ég las ykkar pósta
hvort það væri eitthvað mál að halda byssunni upp að öxl með hægri hendi og prófaði með þunghleypta tikku og jú það er vel hægt enn ekki er það þægilegt og ekki stöðugt . það er náttúrulega ástæða fyrir því að allir gera þetta svona eins og gert er , ja nema sumir örfhentir.
það væri nú samt gaman að útbúa einn svona og prófa !

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 16:31
by Sveinbjörn V
Alveg er þetta magnað myndband og sýnir vel hvernig á að gera þetta :P

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 17:09
by karlguðna
ég fékk nú ekki að sjá þessa sauer aulýsingu nema að skrifa heila ritgerð, en hérna er annað
http://www.youtube.com/watch?v=SQTWyE0xwTE
þetta er allt á svo stuttu færi þessi skógarveiði að ég held ég kysi frekar að nota haglarann og slugg á þessi svín, hvað segja menn um það er það ekki mikið betra en að reyna að nota riffil með kíki ?
eins og sést í þessu videói þá var kíkirinn ekki að virka sérlega vel

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 19:32
by gkristjansson
Ég stunda skógaveiði mjög mikið, bæði rekstrarveiði og einstaklingsveiði.

Þó að það sé leyfilegt að nota haglarann á svín (buck shot) hér í Ungverjalandi, þá er það ekki sniðugt vegna þess að:

#1: Oft má skjóta rádýr eða dádýr í þessum veiðum og oftast má ekki skjóta þau dýr með haglara
#2: Færin eru ekki alltaf stutt, ég hef lent í því að skjóta svín í rekstrarveiði á 300 metrum

Mér finnst best að hafa kíki sem gefur möguleika á lítilli stækkun (1.5) eða þá bara "red dot" sem hefur enga stækkun. Venjulega þegar að ég er í rekstrarveiði þá hef ég með mér bæði "red dot" og kíki og skipti eftir því sem "standurinn" bíður upp á.

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 09 Apr 2013 22:17
by jon_m
karlguðna wrote:Skjóta standandi segið þið , ég verð að játa að með riffli hef ég gert mjög lítið af því ,sem er náttúrulega tóm vitleysa að æfa það ekki líka :? ég hugsaði þegar ég las ykkar pósta
hvort það væri eitthvað mál að halda byssunni upp að öxl með hægri hendi og prófaði með þunghleypta tikku og jú það er vel hægt enn ekki er það þægilegt og ekki stöðugt . það er náttúrulega ástæða fyrir því að allir gera þetta svona eins og gert er , ja nema sumir örfhentir.
það væri nú samt gaman að útbúa einn svona og prófa !
Veit ekki hvort ég er að misskilja þig eitthvað, en þú þarft ekkert að útbúa, kaupir bara t.d. einn svona.

Image

Re: HÆGRI, VINSTRI.

Posted: 10 Apr 2013 09:14
by karlguðna
er þetta ekki vinstri handar riffill með skeptið sveigt til vinstri ? eða er þetta hægri skepti og vinstri lás?
ef svo er þá er þetta málið.