Page 1 of 1

Bore guide

Posted: 17 May 2013 14:05
by Björn R.
Heil og sæl öll

Varðandi bore guide eða stýristöng eins og ég hef séð þetta þýtt. Málið snýst ekki um hvort að ég tími peningnum í þetta en hversu mikið þægilegra er að hafa þessa græju þegar hreinsað er? Ég hef látið duga að fara mjög sparlega með hreinsiefni og snúa hlaupinu frekar niður en upp. Það hefur dugað fínt. En sum sagt, er þetta draumur í dós eða bara enn ein græjan sem gaman er að eiga og tekur hillupláss?

Með kveðju

Re: Bore guide

Posted: 17 May 2013 15:29
by Árni
Þetta heldur bara chambernum hreinum hjá þér, það er það eina sem hann gerir, ekki mikið uppá þægindi svosem.
Þú sérð alveg hvernig burstinn úðar hreinsiefninu sem þú notar ásamt óhreynindum þegar burstinn kemur fram úr hlaupinu hjá þér.
Hann gerir það líka inní chambernum þegar hann kemur þar út.

Mæli hiklaust með þessu enda finnst mér drepleiðinlegt að þrífa þarna :)

Re: Bore guide

Posted: 17 May 2013 16:04
by skepnan
Sæll Björn, í mínum huga er þetta ekki spurning.
Bore-guide gerir reyndar meira en þú heldur Árni, stýringin kemur í veg fyrir að sveigjan á hreinsistönginni leggist utan í rillurnar við láshúsið og skemmi þær.
Bæði heldur þetta láshúsinu lausu við hreinsiefnin og kemur í veg fyrir að þú takir með drulluna úr láshúsinu og smyrjir henni inn í hlaupið.

"A. Bore guides- If you don’t have one, get one! Without a good bore guide you are just wasting your time trying to break-in a barrel or cleaning it for that matter. More rifle barrels are destroyed by cleaning without a bore guide than by shooting!"

Þetta er haft eftir Speedy nokkrum Gonzalez sem er velþekt skytta í nákvæmnis-leikfimi :mrgreen:
Prófaðu bara að Googla bore guide og þú sérð helling af greinum um af hverju þú þarft á þessu að halda. Þetta kostar ekki mikið en sparar alveg helling af peningum enda eru hlaup ekki gefins.

Kveðja Keli

Re: Bore guide

Posted: 17 May 2013 16:25
by Björn R.
Það er nefnilega það. Þá er best að hlaupa uppí Hlað og fá sér einn. Reyndar var ég búinn að kaupa einn annarsstaðar en hann var universal og fékkst ekki til að passa, hvorki hjá mér né hjá afgreiðslumanninum. Hann var því endurgreiddur með bros á vör en mér skilst að Hlaðverjar eigi það sem passar á Sako