Page 1 of 1

Voere Kufstein

Posted: 26 May 2013 22:25
by marin
Veit einhver eitthvað um þessa riffla, Voere Kufstein Austria?
6,5x55 stl3.

Re: Voere Kufstein

Posted: 28 May 2013 10:22
by E.Har
Vill enginn tala um þessa ?

Finnst þeir nokkuð flottir.
Virðist fín smíði.
Hef séð einn í 308 sem gatnegldi.

Maggi Múr fékk einn sem altaf var í basli og á endanum tók innflutningsaðilinn hann og lét hann fá eðal Sako í staðin, frábærlega almennilega gert hjá Vesturröst.

Hef ekki næga persónulega reynslu af þeim til að mæla með þeim frekar eða síður en öðrum svipuðum.

Re: Voere Kufstein

Posted: 28 May 2013 11:24
by marin
Sæll, nei það virðist ekki vera mikill áhugi eða þá hreinlega engin eða lítil þekking á þessum rifflum, er með einn sem er 6,5x55, get fengið hann keyptan, en ætlaði bara að reyna að afla mér einhverra upplýsinga um gripinn.

Re: Voere Kufstein

Posted: 29 May 2013 08:48
by E.Har
Það sem ég man er grunnt!

Vesturröst flytur inn.
Sennilega Austurrískir.
Sennilega er Sauer eða einhver slíkur að framleiða hlaupin.
Lásin minnir mig að sé svona lílur M-98, boltin þó kominn úr léttmálmi og umskiptanlegt boltafés.
Hlaupið er skrúfað/snittað á svo allir byssusmiðir geta græjað það!
Gikkur var svona alveg þokkalegur

Fannst sá sem ég var að skoða falllegur en það eru örugglega 2 ár síðan
En einhverra hluta vegna valdi ég annan fyrir kunningja minn þá!
Væri ekki klógt að hringja í einhvern byssusmið? :P

Svo er þetta líka altaf spurning um verð, við duttum inn á notaðan Sako 85