Page 1 of 1
					
				VV N133
				Posted: 01 Jun 2013 23:08
				by kra
				Sæl.
Ef einhver á 1 kg VV N133 sem hægt væri að fá, þá vantar mig.
Sími 865560 eða xelent@simnet.is
Kveðja
			 
			
					
				Re: VV N133
				Posted: 02 Jun 2013 22:22
				by Sveinbjörn
				Þegar ég kom til Húsavíkur fyrir nokkrum ára var að sjálfssögu farið í hlað á Húsavík. 
Fyrir marga skotmenn þá er það eins og að koma í Mekka. Nema hvað við liggjum ekki á bæn og iðkum okkar pílagrímsferðir á annan hátt.                                                                                       Þó ég væri þarna villuráfandi sauður frá öðru trúbroti var ég ekki látinn gjalda þess á neinn hátt.
 
Reyndar  er það víst í Mekka á árlegri trúarhátíð sem allir sértrúar-Múslimar  geta komið saman á þess að reyna að gera hvor öðrum lífið leitt. Þeir raða sér í hring og eru með nefið ansi nálægt óæðri enda þess sem er á grúfu fyrir framan. Það skýrir kannski ófriðinn hina mánuði ársins 
 
Við tölum um hleðslur og skot þegar við kirjum okkar helgisiði í Mekka Norðursins.                      Þegar ég sé Húsvíking  auglýsa  eftir VitaVuori  Púðri í Mekka tel ég að nú sé trúarlífi okkar skotmanna stefnt í voða. Því miður  Koma fyrirbænir ekki að gagni við þessar aðstæður og óska ég þér alls hins besta í leit þinni að kaleik N-133
 
			 
			
					
				Re: VV N133
				Posted: 03 Jun 2013 09:41
				by kra
				Takk fyrir hlýleg og hvetjandi orð Sveinbjörn. Ja vissulega stefnir í voða havð púðurmál varðar. Og ekkert grín. Hvað ætla menn og konur að gera þegar hillur landsins eru tæmdar ? Mig hrillir við tilhugsunni einni að versla USA púður á svívirðulega háu verði. Buið að hækka það langt upp fyrir allt sem getur talist eðlilegt.  
  
  
Ef N133 kemur ekki aftur fyrr en á haustmánuðum, hvað gera bændur og benchrestbændur þá ?  Þetta á reyndar við fleiri  VV tegundir líka.
Það er einlæg von mín og margra annara að hin heilagi kaleikur Jónasar fyllist af púðri hið snarasta svo skotóðar
 pappaskyttur svo og aðrir geti svalað æfingar og veiðieðli sínu.