Page 1 of 1

Free bore í 8x57 Mauser

Posted: 29 Jun 2013 18:10
by petrolhead
Sælir félagar.

Þannig er að ég var að hlaða í Husquarna Mauser M640 í cal 8x57 og ætlaði að vanda mig voðalega við kúlusetninguna svo ég setti kúlu í hylki og mátaði hvar hún lenti í rílunum.
Þegar mér fannst ég vera búinn að setja kúluna einkennilega djúpt prófaði ég að loka lásnum (þurfti smá átak) og sá þá að rílurnar voru að rispa kúluna alveg upp að brún á hálsi, 0,5-1mm sem ekki var rispað. Við skoðun með hlaupsjá sést að það er ekkert “free bore” í hlaupinu.
Er einhver hér sem hefur séð eða heyrt um svona ?

MBK
Gæi