Page 1 of 1

Skeptismálun með Krylon.

Posted: 01 Aug 2013 09:48
by hpþ
Sæl öll, ég var að spreyja riffilskepti með lakki frá Krylon og var að velta fyrir mér hvort ekki þurfi að setja síðustu umferðina með glæru lakki og þá helst dauðmöttu. Ef einhver hefur reynslu af slíku þá væri ég afar þakklátur ef sá sami gæti miðlað henni áfram hér á spjallinu. Byko er að selja þetta lakk en virðist ekki eiga glært frá þessum framleiðanda, hlýt að geta sett eitthvað annað sambærilegt sem síðustu umferð ekki satt?


Kv, Halldór

Re: Skeptismálun með Krylon.

Posted: 12 Aug 2013 14:54
by Dui Sigurdsson
ég hef málað bæði haglabyssur og riffla með Krylon, ég hef sleppt því að glæra yfir bara einfaldlega ef ég vil breyta eitthvað seinna, glært overcoat getur lengt endinguna á þessu eitthvað. en eins og með flesta málningu þá flagnar af með tímanum.

Re: Skeptismálun með Krylon.

Posted: 12 Aug 2013 16:42
by hpþ
Takk fyrir svarið Dui, það varð niðurstaðan hjá mér að sleppa glærunni.