Page 1 of 1
Skiptihlauparifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 30 Sep 2013 13:39
by konnari
Ég hef að undanförnum árum verið smá saman að bæta hlaupum við Sauerinn minn og í dag er ég kominn með 3 stk. eða í 9.3x62; 30-06 og 25-06 og færi ég létt með að komast af með þennan eina riffil í alla mína veiði. Eftirfarandi mynd er af þremur kúlum sem riffillinn er að skjóta mjög vel (frá vinstri til hægri) 250 gr. Nosler Accubond í 9.3x62 (flott í rekstarveiði og veiðar á stórum dýrum), svo kemur 165 gr. Sierra Gameking í 30-06 (flott í hreindýr ofl. hér heima) loks kemur 70 gr. Sierra Blitzking í 25-06 sem er frábær í alla vargveiði. Allt þetta með einum og sama rifflinum..algjör snilld !

Re: Skiptihlaupa rifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 30 Sep 2013 13:55
by Garpur
Mér finnst það verulega athugunavert að reyna að telja mönnum trú um að þeir geti átt aðeins "einn " riffil.
kv.
Annars eru skiftihlaupariflar algjör snilld
Re: Skiptihlauparifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 30 Sep 2013 15:30
by Stebbi Sniper
Á Íslandi er í meiginatriðum nóg að eiga einn 6,5 mm riffil, með honum getur þú skotið allt sem má veiða á Íslandi og raunar keppt í flestum riffilgreinum líka.
Ég á einn riffil sem er stærri en .22LR og hann dugar mér í allt hér heima...

Hins vegar væri ég alveg til í að eiga líka stærri (Longe Range) og jafnvel minni (Ultra flatan), en ég get ekki sagt að það sé nauðsynlegt!

Re: Skiptihlauparifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 01 Oct 2013 16:06
by E.Har
Re: Skiptihlauparifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 02 Oct 2013 19:21
by Pálmi
Sammála Ingvar.
Það er stór kostur við þessa skiptihlaupariffla að geta tekið þá í sundur og sett sama og allt er 100%, þá er líka kostur að geta sett í stutta tösku á ferðalögum, tala nú ekki um á milli landa. Ég er nú nýlega búin að fá Blaser R8 í 7mm rem mag og 375 h&h sem er minn fyrsti skiptihlaupariffill, það lítur út fyrir að vera þrusunákvæmt verkfæri við fyrstu sýn án sérmeðferðar í hleðslu, henti bara í nokkur skot í 7mm kúlusettning úr bók og öll götin(3) snertust

og 375 er að skjóta 1" á hundrað metrum sem er mjög ásættanlegt.
Það þarf samt að vera með einn sjónauka fyrir hvert hlaup, það er hundleiðinleg að þurfa að fara út á völl til að stilla ef maður skiptir um hlaup.
Re: Skiptihlauparifflar eru ansi fjölhæfir
Posted: 02 Oct 2013 19:54
by E.Har
Þú kemst upp með að nota einn sjónauka a mörg hlaup.
Klikkinn eru alltaf þau sömu.
Hitt er annað að það er mun betra að hafa sjónauka ðer hlaup
