Page 1 of 1
Andlitslifting á skepti
Posted: 01 Oct 2013 12:15
by iceboy
Nú er ég með riffil sem faðir minn á og hef ég hug á að taka hann aðeins í gegn.
Skeptið er lakkað/glærað og er orðið skellótt því lakkið er farið að brotna af.
Hvaða efni notið þið til þess að losa svona af skeptinu?
Og með hvaða olíu mælið þið til þess að nota á skeptið þegar lakkið er farið af?
Re: Andlitslifting á skepti
Posted: 01 Oct 2013 22:02
by iceboy
Er virkilega enginn hérna sem hefur hreinsað svona af skepti og tekið það í gegn?
Re: Andlitslifting á skepti
Posted: 01 Oct 2013 22:59
by Aflabrestur
Sælir.
Ég hef tekið nokkur skefti í gegn, hef notast við lakkleysi td. meklo eða polystrippa (en þeir eru að verða ófáanlegir vegna eh. esb umhverfisvermdarkjafæðis nú fæst bara eh. drasl sem virkar ekki jack shi...) til að leysa upp lakkið og vatn og bursta til að þrífa af á milli. þegar lakkið er komið af læt ég skeftið þorna vel og pússa síðan létt með sandpappír alltaf fínni og fínni. þegar ég er kominn með áferð sem ég er sáttur við þá fer ég að olíubera, ég nota helst soðna línolíu td. frá málningu eða flugger eða bara hvaða gæða tréolíu sem er, set vel að olíu í lofan og nudda henni inn í viðinn (hér verður frúin oftast abbó) þetta geri ég svona 2 á dag í ca. 10 daga og svo daglega í aðra ca. 10 eða þar til viðurinn er orðin mettur, gott er að láta skeftið standa á/við ofn í þessum fasa.ef þú villt setja lit á viðinn er fínt að nota sprittbæs á undan olíunni og setja svo smá lit líka í olíuna.
Ef ég get hjálpað eh. meir þá er ég í 8691759
Re: Andlitslifting á skepti
Posted: 03 Oct 2013 17:56
by 257wby
Aflabrestur fer vel yfir þetta. Set hérna smá viðbót frá mér
Mér finnst gott að nota tannbursta til að hreinsa lakkið uppúr checkeringunni (best að nota annarra manna bursta eða þá einhvern sem þú ert hættur að nota), einnig þarf að skoða vel hvort allt lakk sé örugglega farið áður en byrjað er að olíubera (hef lent í að það var pínulítill blettur sem kom í ljós á skepti sem ég var að vinna í og kostaði slatta aukavinnu að laga).
Eins finnst mér gott að fara með raka tusku yfir skeptið milli sandpappírs umferða,það opnar viðinn og opinberar grófa fleti.
Olíumeðferðin er svipuð og Aflabrestur lýsti hér á undan, ég nota soðna línolíu og "superior Danish oil" frá Liberon (fæst í Byko),schaftoil skeptisolían er líka mjög góð.
kv.
Guðmann