Page 1 of 1

6,5x65 RWS einhver?

Posted: 08 Nov 2013 23:12
by Sveinn
Heyrði í rjúpnatúrnum um síðustu helgi að menn væru að nota 6,5x65 á hreindýr með góðum árangri, töldu það töluvert flatara en 6,5x55 (og þarf kannski ekki mikið til...). Jafnnákvæmt, sem mér fannst áhugavert. Hvernig það skorar á móti standardinum 6,5-284 er annað mál.

Fór að gúggla þetta, var kynnt af þýska framleiðandanum RWS 1988 bæði sem 6,5x65 og R útgáfa fyrir break open riffla. Menn að fá 3313 fps á 127 SP kúlu. Einhverjir nota 570 VV púður, aðrir RL19 eða RL22. RWS brassið í sérflokki, segja menn, einhver að nota þetta 28x á sama brassinu. Sennilega einhver vandræði að fá þetta brass heim.

Hlaupið talið endast 2000 skot, sem er meira en flestir melda fyrir 6,5-284 (veit að Veiðimeistarinn er ósammála mér þarna :) )

Annað áhugavert er að axlirnar eru flatar (20°vs ca 50° fyrir 6,5x55), eitthvað sem þykir ekki í takt við nútíma hylki :) Eitthvað fyrir Ackley?

Einhver til í að deila reynslu eða skoðunum?

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 09 Nov 2013 10:08
by konnari
Þú ert aðeins að rugla,,,, 6.5x55 er með 25 gráðu horni ekki 50 !

Image

Image

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 09 Nov 2013 15:38
by Sveinn
Hárrétt, tók í fljótfærni heildarhornið á mynd frá norma.cc en gleymdi að deila með tveimur... Breytir samt ekki að 6,5x65 er með flatari axlir :)
6,5x55_490.jpg
6,5x55_490.jpg (16.97 KiB) Viewed 3078 times

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 10 Nov 2013 22:49
by E.Har
Fint cal og örugglga efniviður í Akley.
Skoðaði það helling , þega mér var sagt að ekki væri hægt að fá 6,5-284 í Blaset :mrgreen:
Sem auðvitað var rangt, svo ég endaði á þessum Usa villiketti en held að rws hylkið sé alveg sambærilegt!

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 11 Nov 2013 11:57
by konnari
Það væri mun einfaldara og mun ódýrara að fara í 6.5-06 sem er nánast nákvæmlega eins og 6.5x65 ! Leikur einn að nekka upp hylki úr .25-06 eða nekka niður .270win. Nóg til af bæði vönduðum gæða hylkjum ásamt ódýrum hylkjum....aldrei vesen !!!

Annað með þetta Ackley dót.....hafið þið aldrei spáð í það af hverju engin verksmiðjuframleiðandi hafi tekið upp á því að framleiða riffla í þessu ?? Þar er mjög einföld skýring á því ;)

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 11 Nov 2013 17:47
by E.Har
Ekkert að þessu umbygða 30-06 hittir neitt :mrgreen:
Betra að skoða 260 rem heldur en það! :lol:

Akklei er avitað snilld, og öll yngri hylki passa nokkuð í þann ramma.
Kókflöskulookið var auðvitað vegna vandamála við brass framleiðslu! :geek:

Ekkert að því að nota 7 mm ef menn rekast á þá á góðu verði.
6,5*55 er óþarflega stáltáarlegt fyrir minn smekk, er næstum með sama feril pg hið nákvæma en hataða 308! Aðeins stærri bauk bak við 6,5 er mjög fín á Íslandi, svo hitt. Hvenær er dýr of dautt! :|

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 12 Nov 2013 10:01
by joivill
Sælir
Ég flutt inn nokkra svona riffla frá Mauser, þetta er frábært cal. en því miður frekar erfitt að fá í þá hylki. en átti góðan lager af RWS RWS eru ein vönduðustu hylki sem ég hef séð. 'Eg skyl reyndar ekki þegar menn eru að tala um að hafa flatar axlir í veiði rifflum þessar flötu axlir breita ekki miklu um nákvæmni í veiðiriffli en geta kostað það að riffilin jammar þegar hlaða á úr magasíni, það hef ég orðið vitni af og hef lent í þeirri aðstöðu sem ekkert mátti bregða út af, Af hverju skyldu Suður Afrískir veiði menn nota 300 H&H ég komst af því þegar ég var þar við veiðar Mauser 98 lás og 300 H&H eingin vandræði með útdrátt á hylki og að hlaða riffilin aftur , semsagt slétt og fínt , Ég pantaði einu sinni tvo samskonatr riffla í sömu sendingu Sauer 202 það var á þeim árum sem sumir sögðu að Sauer vaæri dód, og annar kaupandin var varaður við að kaupa , rifflarnir áttu að vera 6,5 x 68 (flutti einnig inn nokkra svoleiðis) annar kaupandin ákvað 6,5-284 sem var allt í lagi, þannig að það komu tveir Sauer 202 annar 6,5 x68 og hinn 6,5 -284, Hvor haldið þi að hafi verið nákvæmari?
Kv Jói byssusmiður

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 12 Nov 2013 11:17
by konnari
Ég hef alltaf gaman að því þegar Einar talar um ónákvæmi 30-06 og afsprengi þeirra :lol:
Hér koma tvær myndir og dæmi hver fyrir sig :D Þetta er skotið út Sauer 202 annarsvegar 30-06 og hinsvegar úr 25-06, færið 100 metrar og sjónaukinn 2.5-10x56 S&B. N.b. þetta eru bara venjulegt veiðihlaup.

30-06

Image

25-06

Image

Hér er svo ein nýleg tekinn á símann 30-06 (önnur 165 gr. kúla)
Image

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 14 Nov 2013 00:34
by E.Har
Stórglæsilegt :D
Lyggurvið að ég éti ofan í mig skoðun mína á þessu aldna caliberi :mrgreen:

er ekkert búið að figta við það?
blása út hàlsinn í akkley eða einhvað :roll:

Allavega fin nàkvæmni :)

get lika alveg bætt við að veðifélagi minn í dag Davíð. Inga notar 30-06 og gengur vel.
mèr fonnst það altaf barasvo gamaldagis :lol:

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 14 Nov 2013 02:02
by Veiðimeistarinn
6,5x65 er eitt besta veiðikaliber sem ég hef ferið með á hreindýraveiðar, ég hef farið með tvo eigendur þessara calibera á veiðar en rifflarnir voru báðir Mauser m3, gríðalega skemmtileg verkfæri.
Jói vinur minn Vill talar um tvo Sauer riffla 6,5x68 og 6,5-284 sem hann flutti inn, hann spyr hvor við höldum að sé nákvæmari, 6,5x68 held ég.
Jói bauð mér þennan riffil 6,5x68 til kaups kringum aldamótin, ég er enn að naga mig í handarbökin fyrir að hafa ekki keypt hann þá og mun sennilega alltaf sjá eftir því meðan ég lifi.
Hins vegar hef ég farið með stoltan eiganda þessa riffils á hreindýraveiðar og það bara nuddaði salti í sárin (á handabökunum) þessi riffill hefur reynst frábærlega í þeim veiðitúrum sem ég hef farið með hann á veiðar.
Jói Vill hefur hins vegar sagt hér allt sem segja þarf, um þessi kaliber.
Ég get borið um það að 6,5x65 og 6,5x68 eru í einu orði sagt frábær veiðikaliber.
Eini gallinn við 6,5x65 riffilinn að hann var fluttur inn í svo flottri tegund Mauser m3 að það var tæplega fyrir svona meðal Jóna eins og mig að kaupa hann.
Það gengdi öðru máli með Sauerinn forðum, það var bara hrein glópska af minni hálfu að kaupa hann ekki, hann er að vísu dálítið dýr í dag en það er ekki ókleyfur múr fyrir hvern meðal Jón að vísu.
Sammála því að 3006 sé gott hylki til veiða, sama í hvaða útfærslu það er 2506, 6,5-06, 270, meira að segja er það vel nothæft til veiða í 30 cal. og hana nú:

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 14 Nov 2013 08:59
by konnari
Einar !

Það þarf ekkert að eiga við Sauer :D þetta er allt orginal beint úr kassanum :mrgreen:

Nota Lapua hylki í 30-06 og remington hylki í 25-06 en ætla að versla mér Norma hylki fyrir 25-una næst !

Re: 6,5x65 RWS einhver?

Posted: 14 Nov 2013 09:02
by gkristjansson
Siggi,

Þú fórst líka með mig einu sinni og við hálsskutum Tarf á 211 metrum með 6.5x68, þannig að það er ekkert hægt að klaga upp á það kaliber....