Page 1 of 1
Smá mont.
Posted: 12 Nov 2013 17:03
by Spíri
Er að skjóta inn einn þokkalegan og það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi eftir að virka hrikalega!
Hraðamældi og er enn ekki kominn í hámarkshleðslu en hraðinn er 4100fet/sek! með 70 grs Nosler bst
caliberið 6mm284.
Re: Smá mont.
Posted: 12 Nov 2013 18:47
by Gísli Snæ
Glæsilegur riffill. Þú klikkar aldrei á þessu
Re: Smá mont.
Posted: 12 Nov 2013 22:51
by Gisminn
Þetta er svaka hraði þú lætur mig vita þegar þú ferð að hitta blaðið tíhíhi

Re: Smá mont.
Posted: 12 Nov 2013 22:58
by Spíri
Já Steini þegar ég fer að hitta blaðið pffffff

þessi er nr tvö í þessu cal og sá gamli var ótrúlega nákvæmur, til að mynda fékk ég 47 stig úr hreindýraskotprófinu með honum

en varðandi þennan að þá er ég að þrífa og skjóta til skiftis en miða alltaf á sama punktinn og þar er bara eitt gat!
Re: Smá mont.
Posted: 13 Nov 2013 19:08
by gylfisig
Hvað var hlaupið að endast á þeim gamla?
Varðstu ekki var við minnkandi nákvæmni á einhverjum tímapunkti?
Ég er búinn með þennan ofurhraðapakka
Er kominn með borescope til þess að skoða hlaup/ástand þeirra, og ég verð að segja að það kom manni ýmislegt á óvart, það sem maður sá inni sumum riffilhlaupum.
Annars flott græja.
Re: Smá mont.
Posted: 13 Nov 2013 20:08
by Spíri
Gamli er kominn í ca 900+ skot, hann er nú ekki ónákvæari en það að ég skaut gæs í hausinn á 211 metrum um daginn. Gallinn við þann gamla er að hann er með orginal magasíni og tekur þar af leiðandi ekki skot í magasín, en það stendur til að breyta honum í 6,5x47lapua. Félagi minn er með bore scope og ég er búinn að vera á leiðinni til hans til að kíkja í hlaupið á remmanum til að sjá hvernig þar er umhorfs.
Re: Smá mont.
Posted: 13 Nov 2013 21:09
by Sveinn
Glæsilegt, nýja verkfærið. Hvaða lás og hlaup er þetta (lengd, gerð, twist)? AICS magasín?
Re: Smá mont.
Posted: 13 Nov 2013 23:52
by Spíri
Stiller Spectre lás, Lothar Walther 26"hlaup 1:10 twist AICS magasínið og botnplata Timney gikkur, GRS hunter skepti. Og svo Ziess 6-24x56 ofan á herlegheitin. Og að sjálfsögðu sá Arnfinnur Meistari um samsetninguna, mikill snillingur þar á ferð.