Page 1 of 1
Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 19:05
by orvargudna
Nú er ég algjör byrjandi í skotveiði og er að leita mér að minni fyrstu byssu. Ég fékk lánaða Remington wingmaster hjá tengdapabba mínum þegar ég fór á rjúpu um daginn og líkaði svo rosalega vel við hana að ég var að spá í kaupa mér svoleiðis byssu, bara notaða. Ég fékk boð núna um daginn í wingmaster 15 ára afmælisútgáfu, smíðuð 1965 og sett á hana 80þús. Mjög vel farin en sést aðeins á bláma. Persónulega finnst mér 80þús dálítið mikið.
Nú spyr ég ykkur, hvað er sanngjarnt verð fyrir svona byssu?
Set myndir hérna með sem mér voru sendar.

- rsz_120131209_180107.jpg (55.2 KiB) Viewed 2974 times

- rsz_120131209_180047.jpg (72.65 KiB) Viewed 2974 times

- rsz_120131209_180038.jpg (55.67 KiB) Viewed 2974 times
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 19:10
by gylfisig
50.000... þó þetta sé afmælisútgáfa.
Það sér á henni, og svo eru þetta frekar ódýrar byssur.
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 19:18
by orvargudna
Það var líka það sem ég hélt. Þakka þér fyrir. Mjög góðar byssur samt er það ekki?
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 21:48
by Gisminn
Jú Það held ég en t.d á ég yfir 20 ára 1187 og það sér á henni og allt það en undir 80 færi hún ekki en hún er nú ekki til sölu hún er eina haglabyssan sem ég treysti í allt.
Mundu bara að ásættanlegt verð er það verð sem þú ert sáttur við að borga
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 22:57
by orvargudna
Einmitt. Mér finnst það svona í dýrari kantinum að borga 80þús fyrir byssu sem er orðin hátt í 50 ára gömul. Örugglega mjög góð byssa þrátt fyrir það en samt mikill peningur.
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 09 Dec 2013 23:06
by Gisminn
Skil þig og það átti að vera yfir 20 ára ekki 29 og búin að laga það
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 05:20
by Árni
Þetta er bara allt of mikill peningur fyrir notaða pumpu.
Margir margir aðrir betri möguleikar í stöðunni.
Getur fengið 870remma á 45-50þ ef þú bíður í nokkra daga og fylgist með (eða leitar að gömlum auglýsingum)
Nú eða keypt þér nýja Winchester SXP á nánast sama pening
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/f ... vara/73191
Eða fundið þér einhverja sæmilega tvíhleypu fyrr 80-90þ
En eins og minnst var á að ofan, maður borgar það sem maður er sáttur við (þó satt að segja mér finnist þetta verð kjánalegt)
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 08:24
by konnari
Ég held að sumir hérna á spjallinu séu að rugla saman nýlegum Rem 870 pumpum sem eru að ganga á verðbilinu 40-60 þ. og svo alvöru Rem Wingmaster sem voru framleiddar fyrir 30-40 árum ! Þetta eru bara ekki sambærilegar pumpur......gæðin gjörólík og verðmiðinn eftir því !
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 10:32
by joivill
Sammála Ingvari greinilegt að menn eru ekki að átta sig á þessu , nýleg 870 express er ekki það sama og 870 Wingmaster hvort sem er ný eða notuð, svona byssa 870 Wingmaser mundi kosta um 170 þús ef hún væri flutt inn, þannig að 80 þú er ekki of mikið fyrir hana
Kv JóiVill
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 10:39
by maggragg
Sammála Ingvari og Jóa. Alvöru wingmaster er eitthvað sem mig langar að eiga einn daginn inn í skáp við hliðina á minni 870 express. Byssur er eitthvað sem ég hef alltaf litið á sem nokkuð örugga fjárfestingu, enda vandaðar byssur eitthvað sem endist oft ævina. Finnst margir vera duglegir að verðfella byssur á sölusíðunum þessa dagana. Byssur hafa oftar en ekki líka safngildi, og árafjöldi hefur bara ekkert að mínu mati að segja þegar kemur að verði, og ef, þá helst til að hækka verðið...
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 14:24
by gylfisig
Það er sem ég sjái þig, Ingvar minn, borga 80.000 kr fyrir tæplega 50 ára gamla Remington pumpu . Mér er sama þó að þetta sé afmælisútgáfa af Wingmaster. Hef átt svona byssu, og líkað þokkalega, en ekkert meira en það. Ég ætla ekki að standa í því svosem að verðmeta/verðleggja byssur hér inni á vefnum. Hverjum í sjálfsvald sett hvað hann vill borga fyrir svona.´Fyrir mína parta, þá myndi ég einfaldlega ekki borga þetta verð. Annað mál er, ef hluturinn hefur söfnunarlegt gildi. Þá er er verðmatið hugsanlega allt annað.
Re: Vantar ykkar hjálp
Posted: 10 Dec 2013 15:14
by Veiðimeistarinn
Gyyylfi......paaaassssa þrýýstinginnnn....
