Of gömul belja?

Uppskriftir, aðferðir við verkun og allt það sem sem gert er eftir skotið...
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 166
Skráður: 03 Sep 2010 20:54

Of gömul belja?

Ólesinn póstur af T.K. » 18 Dec 2013 11:40

Fann óvænt afgang af hreindýri (eða hreyndýri eins og sumir rita það) inní frysti. Ég skaut þessa óláns belju árið 2011 og hefur kjetið verið vaacum pakkað í frysti alla tíð síðan. Ég helt ég væri búinn að matreiða allt en fann svo þetta fína rib eye neðst í frystinum.

Spyr ég mér fróðari menn, á maður að taka sjénsinn og elda 2011 árgerðina ofan í familíuna á jólum komandi - eða er hætt við því að slíkur elli smellur verði helst til þunnur þrettándi fyrir bragðlaukana í þessari mikilvægu kvöldmáltíð?
Síðast breytt af T.K. þann 19 Dec 2013 00:27, breytt í 1 skipti samtals.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Of gömul belja?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Dec 2013 11:44

Ef ekki er neitt gat á vaumpakkningunni er þetta allt í lagi, þú finnur engan mun á þessu og dýrinu í ár.
Hreindýrakjöt er algerlega fitulaust, þess vegna geymist það nær endalaust í góðum frysti vacumpakkað.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 17
Skráður: 30 Oct 2012 20:15

Re: Of gömul belja?

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 18 Dec 2013 20:50

Ekki spurning, eldaði um daginn belju frá 2011 og var hún í fínu lagi ;)
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 22
Skráður: 26 Ágú 2012 16:53

Re: Of gömul belja?

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 18 Dec 2013 22:54

Sæl félagi, kvað segirðu um að við grillum beljuna um áramótin í Egilsseli og ég rúlla til þín á morgun með slatta af riffilskotnum rjúpum.
Þ.B.B.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

Svara