Sæll Þorsteinn
Ég á nú þegar svoleiðis dót... Leupold TBR 1000. Gallinn er að það er bæði erfitt að mæla svona langt með honum og svo er það hitt, að treysta honum til þess að klára verkið án mikillar skekkju.
Sveinn
Ég er með smá athugasemdir við þennan annars fína pistil hjá þér, sem sveiflar niðurstöðunum aftur í átt að .338 Lapua Magnum. Það er nefninlega oft þannig að þegar menn bera hluti saman þá eru margir að bera saman epli og appelsínur eins og þú gerir hér.
Fyrst ætla ég að byrja á því að árétta eitt. Þegar menn eru að skoða flugstuðla á boat-tail kúlum þá er rétt að nota G7 en ekki G1. Formið á G7 staðlinum svipar nefnilega til boat-tail kúlna á meðan formið á G1 svipar til Flat-Base. Þetta er ágæt regla... framleiðendur reyna hinsvegar alltaf að hafa sem hæstan flugstuðul og birta þess vegna líka G1. Til þess að höfða til akkúrat þess sem við Íslendingar erum duglegir að stökkva á, það mesta og besta...
Annað sem hægt er að skoða líka til þess að sjá hversu góðar kúlur eru í raun og veru er Form-factorinn. Form-factor undir 1 þýðir að kúlan er raunverulega með betri flugeiginleika en G7 staðalinn.
Nú er ég ekki með bókina hans Bryan Litz lengur í láni, svo ég get ekki flett þessu upp, en í þessu dæmi sem þú tekur hér að ofan Sveinn, þá gefur það mikið betri samanburð á milli þessara calibera að taka líka bestu Berger kúluna í .338 og samkvæmt mínum heimildum er hún með eftirfarandi flugstuðul.
Berger 300 grs VLD
G7=0.468 -> Mælt af Bryan Litz eða 0.914 í G1
Sú kúla sem þú ert að tala um er hinsvegar líklega önnur hvor þessara.
230 gr Match Hybrid Target
G7=0.380 eða 0.743 í G1 sem er samt líka skrambi gott.
230 gr Match Hybrid OTM Tactical
G7=0.368 eða 0.719 í G1
Einnig er líklega hægt að koma þessum .338 kúlum hraðar, á reloadersnest er að finna hleðslu tölur upp í 2850 með Reloader 22 og 28 tommu hlaupi.
Hinsvegar erum við sammála um kosti 30 cal kúlna og að .338 riffill væri líklegur til að síga í á veiðum og sem veiðiriffil þá hefur 30 cal auðveldlega vinninginn fyrir mína parta.
Að sjálfsögðu er .30 cal fínn kostur í LongRange og þú nefnir þarna nokkur álitleg caliber til þess að flengja þessum betri .30 cal kúlum áfram. Gallinn er náttúrulega að eftir því sem þú ert með þyngri kúlu sem þú þarft að koma hraðar áfram þá veður þú að vera með þyngri og stærri riffil til þess að taka bakslagið ef þú ætlar að hitta vel með honum.
Ég bíð enn eftir að sjá 30-378 rifflana í action sem tveir ágætir kunnigjar mínir voru í það minnsta komnir með á teikniborðið.
En svona almennt fyrir skotfimi upp að 1000, jafnvel 11-, 1200 þá held ég að rifflar í 6,5 - 7 mm með hóflegt bakslag séu að gera best. Þetta byggi ég svosem ekki á neinu öðru en tilfiningu, lestri gúski og samtölum við nokkra riffilnörda. Ég hef mjög takmarkaða reynslu af þessu og því ber að taka öllu sem hér er skrifað þannig.
Að lokum Gísli
Það væri gaman að dunda sér við að skjóta long range... við höfum nú verið með vísir að svona einu sinni á ári út í höfnum þegar við höldum Tófumótið okkar sem þó hefur aldrei náð lengra en 560 metra. Svo eru skaust menn mjög duglegir að halda mörg skemmtileg mót, sem við Pálmi höfum aðeins viðrað okkar í milli að við sunnan menn ættum nú að fjölmenna á... það er víst jafnstutt þarna austur eins og fyrir þá að koma í bæinn...
Við Jenni erum búnir að koma okkur upp flottri skotbjöllu sem er mjög auðvelt að taka í sundur og rúnta með um allt... svo við verðum örugglega game fljótlega. Það er alveg pottþétt að við munum taka a.m.k. eina góða longe range ferð á ári...
Að síðustu er Vectronix örugglega ættað frá Sviss eins og allt sem gott er, svo ef þú gerir góðan túr...
