Page 1 of 1
Línolía á skepti
Posted: 06 Feb 2014 18:27
by iceboy
Nú er ég að bera línolíu á skepti.
Hversu oft eruð þið að bera á skeptin? Semsagt hversu margar umferðir?
Og hversu langt látið þið liða á milli umferða
Re: Línolía á skepti
Posted: 07 Feb 2014 21:11
by iceboy
Eru allir komnir í GRS skepti og hættir að oliubera og taka í gegn gömlu skeptin???
Er enginn sem getur frætt mig aðeins um hvernig hann hefur borið sig að við þetta?
Re: Línolía á skepti
Posted: 07 Feb 2014 21:37
by Gisminn
ég get ekkert hjálpað þér ég þríf bara byssurnar og svo einu sinni á ári þríf ég skeptin með volgu vatni og ber olíu á á eftir og þurka svo klukkutíma síðar með þurrum klút ef eitthvað af olíunni hefði ekki gengið inn og búið má en ég held að þú sért að spyrja eftir að hafa pússað það upp ekki satt ?
Re: Línolía á skepti
Posted: 07 Feb 2014 21:47
by iceboy
Jú passar.
Það var gamalt lakk á rifflinum, mjög illa farið.
Ég notaði lakkeyði til að fjarlægja það og pússaði svo yfir skeptið.
Svo er ég búinn að bera olíu á skeptið en er bara svona að spá hversu margar umferðir ég þarf að bera á skeptið.
Hvenar er komið nóg

Re: Línolía á skepti
Posted: 07 Feb 2014 22:55
by Jón Pálmason
Sæll Árnmar.
Hringdu í mig á morgun. S: 8589233
Re: Línolía á skepti
Posted: 07 Feb 2014 23:01
by iceboy
Ég geri það.
Takk fyrir
Re: Línolía á skepti
Posted: 08 Feb 2014 09:06
by Aflabrestur
Sælir.
Venjuleg ber ég mig þannig að:
Þegar skeftið er full unnið þá helli ég slurk af olíu lófann og nudda vel á skeftið, (þarna verður fúinn fyrst verulega abbó) og læt standa í svona ca 8-12 tíma eða yfir nótt þetta enddurtek ég eftir þörfum eftir því sem viðurinn drekkur í sig olíuna og lengi tímann á milli umferða eftir því sem hann mettast, gott er að slípa létt með olíublautri 000 stálull inn á milli, í restina þegar viðurinn er hættur að taka við meiri olíu þá fægi ég umframolíuna af með mjúkum klút til að fá smá gljáa.
Þetta ferli getur tekið alveg 2-3 vikur ef menn hafa nennu og þvolinmæði.
es. það er gott láta skeftið standa á volgum miðstöðvarofni á milli umferða þá gengur olían betur í viðinn. Er í 8691759 ef ég get aðstoðað frekar.
Re: Línolía á skepti
Posted: 08 Feb 2014 11:07
by petrolhead
Mæli með leiðbeiningum Aflabrests félaga míns, fór eftir þeim og það lukkaðist mjög vel.
MBK
Gæi