Page 1 of 1

270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 14:10
by karlguðna
Sælir spekúlantar,, ég er með Tikku varmint 270 cal. og hef verið að hlaða í hana með hogdgon H4350 púðri og notað ýmsar hleðslur á bakvið 130 gr. nosler bt. en mér fynnst kvikindið ekki vera mjög nákvæmt alveg burtséð frá hvaða hleðsla var notuð ,,,einnig hef ég notað norma 110gr verksmiðju skot og það er sama dæmið,,, best þriggja skota grúbba á 200 metrum var 1,3 tommur og alveg út í rúmar tvær tommur ,,, er þetta ekki óásættanlegt fyrir þetta verkfæri,, ??? er með mjög góðan kíkir Minox 5-20 - 50 sem ég er búinn að stilla vel fyrir mig svo ekki ætti það að vera vandamálið! ég var orðinn svo pirraður á græjunni að ég verslaði mér Krieger 6,5 hlaup sem ég er að spá í að láta ríma í 284,,, maður er náttúrulega bara lasinn :mrgreen: :mrgreen:

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 15:08
by maggragg
Ertu búin að prófa þig áfram með kúlusetninguna? Mismuandi COL og sjá hverju það breytir?

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 16:22
by Gisminn
Ég ætla að Kenna þessari púðurgerð um en þú veist að 1.3" á 200 metrum er nálægt 0,5 MOA sem er það sem verksmiðju rifflar eur gefnir upp fyrir
Ertu að skjóta með tvífót og afturskeptis stuðning ? Eða bara með tvífót ?
Hvað er hann að grúbba á 100 ?

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 17:44
by karlguðna
jú er búinn að brófa mismunandi kúlusetningar en þó ekki mikið,,,ég er að skjóta með resti og púða og það er sirka tomma á hundrað metrum,,,, jú hefði viljað prófa vv160 en það er ekki til og svo er þetta sagt got fyrir 270 win. svona á einhverjum síðum þó fæstir nefni þetta púður ,,,,,
en hvað segja menn um nýja hlaupið ,,,,, hvaða hylki á maður að veðja á ef maður vill prófa F. Class ??? :D

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 17:47
by gylfisig
Ég myndi prófa N-160 eða N 165 púður. Hlóð sjálfur við þessa kulu, og notaði i kringum 60,0 grs af N-165

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 18:15
by karlguðna
ætla að prófa það en er á leið til köben og kem aftur eftir 1og1/2 mán og reyni þá betur og prófa vihtovari púður

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 18:48
by Gisminn
Jamm ég mæli sjálfur með 160 og ef það er ekki í boði þá R-19

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 18:57
by karlguðna
já prófa það ,,, það er best að ergja sig ekki á þessu enda er þetta hluti af ánægjunni það er að segja þegar sigurinn vinnst :D :D hlakka til að halda áfram eftir úthaldið :roll:

R 19 er það þetta ? Alliant Reloader 19

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 19:40
by Gisminn
Já það passar ég hef verið að prófa það og það er svipað magn af því og N-160 sem þarf í 6,5x55 hjá mér og þeim sem ég hef verið að hlaða fyrir.
Nú í versta falli gerir þú bara eins og þessir kunningjar mínir sem eiga 270 þeir henda þeim í mig og segja mér að finna góða hleðslu :lol:

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 11 Feb 2014 20:10
by karlguðna
hahaha já það var ég einmitt að hugsa en varð að prófa sjálfur en er greinilega ekki með þá reynslu sem þarf ,,,, en það hjálpar mikið að hafa aðgang að allri þekkingunni sem er hér á spjallinu ,,, ég reyni betur í næstu törn nú ef ekkert gengur þá tala ég við þig kæri vin :D :D :D

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 12 Feb 2014 13:28
by E.Har
Þetta svona jaðrar við að vera í lagi. Ekkert herfilegt og dugar á alla veiði.
Þetta er veiðibyssa, en ekki markgræja. Sleppur alveg. Getur fikrað þig einhvað áfram og örugglega komist einhvað nær, en rebbi er bara jafndauður eftir sem áður :-)

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 12 Feb 2014 17:50
by karlguðna
Takk fyrir það Einar ,,, það eru margir verri en þú ,,, :D :D :D það er gott að vita að maður er ekki alveg út á túni :mrgreen:

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 13 Feb 2014 00:45
by skepnan
http://spjall.skyttur.is/endurhledsla/g ... t1214.html
Ef að þetta var hægt úr léttum veiðiriffli, þá átt þú ekki að sætta þig við minna :lol: :twisted: :lol:
Á seinni síðunni er mynd af fjórum skotum sem að ættu að duga á flest sem skotið er hér á landi :D
Þetta tók sinn tíma, enda ekki til mikið af hleðslu upplýsingum með öðru en amerísku púðri. Ég lá á netinu og dældi þeim upplýsingum sem ég fann, á Steina, sem að sá algerlega um verklega þáttinn. Þessu er ekki skotið úr resti né heldur með mestu mögulegu stækkun, enginn 10-40*60 hér á ferð 8-)


Kveðja Keli

Re: 270 Tikka ónákvæmni

Posted: 14 Feb 2014 18:56
by karlguðna
takk fyrir þetta Keli,,, ég held ég verði bara að láta kallinn leisa málið :lol: ég hef greinilega ekki það sem þarf til , til að fynna réttu hleðsluna eða kúlusettninguna ,,, er þó búinn að skjóta 200 skotum á þeim hálfa mán, sem ég var á klakanum,,,,,en allt kemur fyrir ekki,,,, eins og dæmin sanna ,,, handónýt útkoma :oops: :oops: :oops: :oops: ég fæ ofurskyttuna til að reyna áður en ég hendi hlaupinu :mrgreen: