Page 1 of 1

Patrol uppgerð

Posted: 18 Feb 2014 23:15
by iceboy
Ég spurði héna um daginn hvort það væri áhugi á að fylgjast með þegar ég fer í að gera upp bílinn hjá mér.

Nú hefur það tekið lengri tíma að byrja en ég átti von á. T.d biluðu sandblástursgræjurnar þegar byrja átti að blása grindina og svona ýmsir smá hnökrar.

Þetta er langtíma verkefni svo ég hendi bara inn myndum hérna annaðslagið.
Það versta í þessu er að ég er svo á leið í vinnu, en það verður vonandi gert mikið i næsta fríi ;)

Hérna kemur mynd af bílnum frá þvi fyrir ca 2 árum
patrol.jpg
Svo er hérna mynd af "bílnum" eins og hann er í dag.
grind 2.jpg
grind 2.jpg (113.73 KiB) Viewed 2391 times
Eins og glöggir menn sjá þá er búið að galvanísera grindina (Dífa henni í sínk) og svo er búið að sjóða í grindina plötur fyrir loftpúða að aftan. Svo vonast ég til að við náum að sprautumála grindina og hugsanlega hásingarnar áður en ég fer í vinnu

Re: Patrol uppgerð

Posted: 28 Feb 2014 08:44
by iceboy
Máluðum grindina í vikunni og hásingar og stífur í gærkvöldi

Re: Patrol uppgerð

Posted: 28 Feb 2014 16:55
by karlguðna
já svona er kallað að fara alla leið ,,, verulega flott ,,, :D :D :D fleiri myndir þegar lengra dregur ,,,
gaman að sjá svona.. :!:

Re: Patrol uppgerð

Posted: 28 Feb 2014 20:40
by Morri
Já blesaður

Þetta er almenniglegt. Var komið mikið ryð? Kram og drifbúnaður í góðu lagi, eða á að breyta honum og bæta við?

Re: Patrol uppgerð

Posted: 28 Feb 2014 20:53
by iceboy
:D
Já það er verið að taka þetta alla leið.

Boddýið er orðið þannig að ég færi varlega framhjá því með brúsa af ryðleysi :lol:
Toppurinn að losna af, komin göt á innribretti, já bara ryð allastaðar.

komin einhver göt í grindina. Hef ekki skoðað hana mikið.

Ég eignaðist aðra grind fyrir um 2 árum, og það var buið að taka hana í gegn, sjóða í hana og hún leit út eins og ný. Svo er buið að galvanisera hana núna, grunna og mála.

Svo datt ég inn á annað boddý, semsagt bara skelina, það var búið að rífa allt af því .
Það er nokkuð heillegt og óbreytt þannig að megnið af því ryði sem er í því hverfur þegar við skerum úr fyrir dekkjunum.

Mótor er í fínu lagi, tiltölulega nýtt nedd í bílnum, og í leiðinni skift um allt framan á honum. Nýr vatnskassi.
Það verður farið yfir hásingar, þarf að laga gaffalinn í læsingunni að aftan.
Svo verður sett í hann læsinga að framan, ef ég finn lás :?

Ég á nýjar hurðir, alveg heilar og óryðgaðar, svo það er bara að pússa þær og mála.

Bíllinn var á 38" en fer að öllum likindum a 42" allavega verður skorið úr fyrir þeim dekkjum, með því að fara í 42" en ekki 44" þá er minni vinna í brettaköntum, því 42" er jafn breið og 38".

Svo fer i hann úrhleypibúnaður og lowgear og eitthvað meira skemmtilegt.

Ég skelli inn myndum þegar það gerist eitthvað í þessu verkefni, en þar sem ég er ekkert að flýta mér og við erum líka með mörg önnu verkefni í gangi, þá getur það orðið stopult sem myndirnar koma

Re: Patrol uppgerð

Posted: 01 Mar 2014 15:26
by Stebbi Sniper
Frábært... gaman að fylgjast með þessu hjá þér Árnmar...