Page 1 of 1
Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 25 Feb 2014 23:27
by petrolhead
Sælt veri fólkið.
Er einhver hérna sem hefur keypt skepti frá Ricahrds microfit ?
Langar að vita frá fyrstu hendi hvernig þau eru, góður viður ? hversu vel er tekið úr fyrir lás ? og hvað er mikil vinna að klára þau útvortis ? svo ef einhver hefur reynslu af þeim þá endilega deilið þeim upplýsingum með undirrituðum
kv
Gæi
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 25 Feb 2014 23:53
by Veiðimeistarinn
Já ég á eitt, það er límtrésskefti, með þumalholu. Það er frekar auðvinnanlegt fljótlegt að pússa það með sandpappír og mér finnst það mjúkt og hlýlegt.
Það kom gröffræst fyrir M 98 large ring lás og passaði nánast alveg saman, það var samt frekar stíft svo það þurfti að rýmka það aðeins en það var óverulegt, hins vegar þurfti að taka dálítið mikið fyrir hlaupinu enda er það varmit hlaup flútað af Arnfinni svo það er dálítið svert.
Jói vinur minn Vill fittaði lásin og hlaupið ofan í skeftið og var skotfljótur að því og beddaði það.
Mér sýnist þetta passa vel fyrir þann lás sem það er pantað fyrir.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 26 Feb 2014 07:38
by iceboy
Ég er sammála Sigurði.
Smá handavinna við að pússa skeptið en það tekur ekki mjög langan tíma, bara setjast út í skúr og stjúka þessu aðeins
Ég er með sama skepti og siggi nema i öðrum lit.
Mjög þægilegt og skemmtilegt skepti.
Þegar ég pantaði þá var talað um að það gæti tekið allt að 12 vikur í framleiðslu, og það stóðst alveg, en svo týndi pósturinn í usa pakkanum, það tók semsagt 6 vikur að koma honum frá vesturströndinni að austurströndinni og aldrei var pakkinn skannaður á leiðinni svo það var freka leiðinlegt, en það hefur ekkert með skeptisframleiðandann að gera, en það þarf að gera ráð fyrir góðum tíma fyrir þetta að koma til landsins.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 26 Feb 2014 08:56
by Kristmundur
Sama sagan hér,er með thumbhole skefti fyrir Win 70 í semi fancy hnotu stóðst allt sem þeir sögðu.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 17:18
by petrolhead
Sælir félagar, og takk fyrir greinargóð svör.
Það er hins vegar uppi sú leiðinda staða að Richards microfit vill ekki selja mér skepti

svo ef ég mætti forvitnast aðeins meira, keyptuð beint frá þeim eða í gegnum einhvern aðila ?
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 17:23
by Veiðimeistarinn
Ég keypti mitt í gegn um Skyttuna á Akureyri.
http://www.skyttan.is/
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 18:02
by iceboy
Ég pantaði beint frá þeim.
Afhverju vilja þeir ekki senda þér
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 18:43
by petrolhead
Ég fékk svo sem enga ástæðu, bara eftirfarandi svar þegar ég ætlaði að panta:
Sir,
Our products can only be sold to customers within The United States.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 18:47
by petrolhead
Siggi; er langt síðan þú fékkst þitt skepti ?
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 27 Feb 2014 23:43
by Sveinn
Hef heyrt að ef sumir byssuhlutir (eins og skefti) kosta meira en 100 USD þá megi ekki senda þá út fyrir USA. Það er misjafnt hvað söluaðilar fara mikið eftir þessu. Boyds sendir t.d. ekki skefti sem kosta meira en 100$ út fyrir USA. Skrýtið hvað mörg skefti kosta 99$ hjá þeim... gott mál.
http://www.boydsgunstocks.com/
Snöggir að senda ef þeir eiga skeftin á lager.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 28 Feb 2014 00:34
by Veiðimeistarinn
Það eru 3 ár síðan!
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 28 Feb 2014 16:27
by petrolhead
Jæja, ég spurði um ástæðu þess að ég gæti ekki verzlað hjá RM og fékk það svar að þeir gæti engöngu tekið við kreditkortum sem gefin væru út í bandaríkjunum
Sveinn.
Ég var búinn að rekast tilvísun í lagagreinina með þessa $100 reglu á einhverri síðu en man nú ekki hvaða síðu, en þar var slatti af "nema" ákvæðum líka.
Ég hef líka verið að skoða Boyds aðeins og það verður kannski lausnin hjá manni að kaupa frá þeim. Það sem mig langaði í frá RM heitir Monte Carlo og þá er Prairie Hunter frá Boyds líkast en mér líst mikið betur á lögunina á gripinu á Monte Carlo skeptinu....EN auðvitað aldrei alveg að marka að sjá þetta bara á mynd.
En það er rétt hjá þér Sveinn það er skondið hvað mörg skepti hjá Boyds kosta $99
MBK
Gæi
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 03 Mar 2014 10:07
by E.Har
Er hægt að greiða þeim með paypal?
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 04 Mar 2014 07:41
by petrolhead
Nei Einar, þeir virðast ekki bjóða upp á það.
Hér er linkur á Ordering and terms síðuna þeirra.
http://www.rifle-stocks.com/Ordering%20&%20Contact.htm
MBK
Gæi
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 30 May 2014 19:22
by krossdal
Hvernig fór þetta hjá þér Garðar? Náðiru skepti frá þeim eða fórstu í Boyds? Hef verið skoða hjá Richards og langar í skepti frá þeim. Er einhver með töfralausn til að ná frá þeim skepti?
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 31 May 2014 14:28
by petrolhead
Sæll Kristján.
Neibb, ég náði ekki skepti frá Richards Mic. Verslaði PH frá Boyds.
Ég sé ekki aðra leið til að ná skepti frá RM en að eiga kunningja í USA sem gæti verslað fyrir mann og sent svo hingað
Ég er á hinn bóginn vel sáttur við skeptið sem ég fékk frá Boyds, kostaði ekki nema $69 og er vel unnið.
Ég að vísu moddaði það eftir minni sérvisku

og er sjálfur hæst ánægður með árangurinn....hvað sem öðrum á eftir að finnast
Set inn mynd af því um leið og ég er búinn að olíubera það.
MBK
Gæi
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 31 May 2014 17:27
by petrolhead
Þá er fyrsta umferð af olíu komin á spítuna.
Minn góði félagi Aflabrestur útvegaði mér eðal timbur til að setja neðan á gripið og á framendann....Bestu þakkir Jón
MBK
Gæi
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 31 May 2014 21:49
by Aflabrestur
Sælir.
Já góðan daginn!!!! Kvörnin eftir að verða flott í nýu spítunni, vengan kemur betur út en ég þorði að vona helv dökkur og fínn þótt skeftið sjálft hefði mátt vera örlítið ljósara fyrir minn smekk en samt flottur kontrast, nú er bara 15-20 ferðir af olíu og svo bedda. Fékstu púðan með?
Verst að ná ekki að berja þetta augum í eigin persónu fyrr en í næstu inniveru.
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 01 Jun 2014 10:11
by Freysgodi
Sæll Kristján,
Útflutningur byssuskefta er leyfisskildur í USA og bölvað vesen. Skeftið gæti verið gert upptækt ef upp kemst að einhver stingi því í töskuna og reyni að fljúga því heim fyrir þig. Shopusa eru mjög liðlegir í innflutningi ( þau hafa flutt inn fyrir mig högl, forhlöð og hylki ofl) en eg held að hættan sé lika til staðar þar að þú gætir misst skeptið í hítina hja US customs. Mer skilst af internetinu að þeir skili ekki slíkum varningi. Mer bauðst dyrindis vinstri handar skefti a haglabyssuna mina (premium grade - notað a undir halfvirði) en eg fann enga örugga leið til landsins og gafst upp.
Eg myndi hringja i Richards og reyna að semja við þá um að þeir flytji þetta löglega til þin - eða heyra i Hlað hvort þeir geti haft milligöngu um þetta.
Kveðja
J o n V a l g e i r s s o n
Re: Þekkið þið skepti frá Richards microfit ?
Posted: 01 Jun 2014 22:05
by petrolhead
Félagi Aflabrestur: Já vengan kemur vel út

Ég er reyndar sammála þér, ég hefði kosið að hafa meiri litarmun...en er þó vel sáttur við þetta.
Stóðst ekki mátið að stinga járninu aðeins í spítuna og taka mynd til að setja hér inn.
Í framhaldi af orðum Freysgoða þá átti ég í nokkrum e-mail samskiptum við stúlku eina hjá Richards Microfit og út úr því kom að þeir geta hvorki sent út úr USA né tekið við greiðslu af kreditkorti sem ekki er bandarískt

en N.B. það er kannski líklegra til árangurs að hringja í kanann en senda honum e-mail.
Það að fá Hlað í milligöngu með þetta er samt trúlega besti kosturinn.
MBK
Gæi