Page 1 of 1
Spurning um blámun málma
Posted: 15 Mar 2014 19:45
by petrolhead
Sælir félagar.
Er einhver hér sem getur sagt mér, með fullri vissu, hvort silfurkveiking eða slaglóðun taki bláma
MBK
Gæi
Re: Spurning um blámun málma
Posted: 15 Mar 2014 20:18
by sindrisig
Það er nokkuð á tæru að silfur tekur ekki bláma í þeim skilningi. Það oxast aftur á móti og verður svart, þannig að jú blámun hefur örugglega áhrif á það. Áttu ekki gamla silfurskeið sem er hvorki fugl né fiskur? Prófaðu bara annan hvorn endan á henni, getur alltaf pússað það í burtu með silvurhreinsi eða sambærilegu efni.
Ef þú ert að spá í hvort að það verði svart, þá er svarið já.
kv
Re: Spurning um blámun málma
Posted: 16 Mar 2014 20:10
by joivill
Sælir
Silfur og tin taka ekki bláma
Kv Jói byssusmiður
Re: Spurning um blámun málma
Posted: 19 Mar 2014 17:00
by petrolhead
Jói;
Takk kærlega fyrir svarið, Mig grunaði reyndar að svona væri en nú hef ég það á hreinu og frá fyrstu hendi ef svo má segja
Sindri;
Þetta er áhugaverður þanki hjá þér, litarmunurinn gæti orðið það lítill að þetta væri ásættanlegt, best að prófa að kveikja saman 2 járnbúta og sjá hvernig útkoman verður. Nú ef það gengur ekki þá verð ég bara að bíta á jaxlinn og bæta hæfileika mína í TIG suðu
MBK
Gæi