Page 1 of 1

Fundarboð Skotvest.

Posted: 17 Mar 2014 20:57
by Spíri
Vona að Skyttum sé það að meialausu þó ég hendi inn auglýsingu frá Skotfélagi Vesturlands hér inn ;)

Aðal fundarboð!
Sæl öllsömul. Aðalfundur Skotfélags Vesturlands, verður haldinn þriðjudaginn 25 mars næstkomandi kl 20:00 í aðstöðunni okkar í Brákarey. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og samþykkt reglna vegna varðandi inniaðstöðuna. Félgar eru hvattir til að koma með bakkelsi svo við höfum eitthvað með kaffinu :-)

Læt fylgja með 15 grein laga Skotfélags Vesturlands um aðalfund:

Þessi eru störf aðalfundar:
1. Fundarsetning
2. Fundarstjóri kosinn.
3. Fundarritari kosinn.
4. Heiðursveitingar.
5. Skýrsla stjórnar.
6. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
7. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
8. Lagabreytingar.
9. Fundarhlé.
10. Kosning formanns, stjórnar og varamanna í stjórn.
11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
12. Ákvörðun árgjalda
13. Önnur mál
14. Fundargerð skal birt á heimasíðu félagsins, eigi síðar en 15 dögum eftir aðalfund.
15. Fundarslit.

Kv. Þórður formaður

Re: Fundarboð Skotvest.

Posted: 17 Mar 2014 22:16
by 257wby
Sæll Þórður.

Nú ætla ég að misnota aðstöðu mína gróflega :lol:

Hvað er að frétta af skotsvæðismálum hjá ykkur?

kv.
Guðmann