Page 1 of 1
260 Remington.
Posted: 20 Apr 2014 13:15
by hpþ
Sælir félagar, færði þesa fyrirspurn úr þræðinum
"Hraði á kúlu" Væri einhver ykkar sem hefur aðgang að reikniforriti fáanlegur til að reikna fyrir mig hraða á 120 grain Nosler Ballistic Tip í 260 rem ?
Hleðslan er 42 grain af Vihtavuori N-160, hlauplengdin er 590mm eða 23,2" / Heildarlengd hylkis með kúlu er 71,2mm / Hæð upp í framlinsu sjónauka er 45mm / Hæð yfir sjávarmáli er ca 150m.
Er eitthvað annað púður sem þið mælið frekar með fyrir þessa kúluþyngd ?
Með fyrirfram þökkum,
Re: 260 Remington.
Posted: 20 Apr 2014 16:15
by hpþ
Gæti það verið 2650 - 2700 fet ?
Auðvitað væri best að hraðamæla þetta en þar sem ég hef ekki aðgang að slíkum þá.......
Re: 260 Remington.
Posted: 20 Apr 2014 19:55
by konnari
Eg hef verið að nota N-160, N-550 og RL-19 reyndar með mun heitari hleðslu og ég hraðamældi 123gr. A-max á rúmlega 3000 fetum með 24 tommu hlaupi
Re: 260 Remington.
Posted: 20 Apr 2014 22:12
by hpþ
Takk fyrir þetta Ingvar, ætli ég verði mér ekki út um hraðamæli og hef það skothelt.
Öll hjálp er hins vegar vel þegin.
Re: 260 Remington.
Posted: 21 Apr 2014 21:24
by Hjörtur S
Ég hef verið að nota N550 og náð skv mælingum á falli þ.e. mælt fall á 100m fresti út í 500m hraða uppá rétt tæp 3000 f/s en er að vísu með 123gr Amax og 26“ hlaup.
Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 11:34
by E.Har
Hjörtur ef þú vilt mæla þá á ég einn óskotinn hraðamæli tilbúinn ef þú vilt

Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 18:16
by Hjörtur S
Sæll Einar
Ég þakka gott boð. Ég legg til að við látum verða að því að taka létta æfingu saman nú þegar stillurnar fara að koma í maí og hraðamælum þetta fram og til baka.
Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 20:26
by Gísli Snæ
Siðan er ég að fara til USA Hjörtur og þar verður verslaður hraðamælir - Magnetospeed. Þannig að nú fer að verða auðvelt að mæla.
Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 21:20
by Hjörtur S
Glæsilegt Gísli.
Fer dótakassinn þinn nokkuð að fyllast? Er þetta þá MagnetoSpeed version V3? Ert þú etv kominn með fjarlægðarmæli ?
Er ekki rétt munað hjá mér að þú hefur verið með VV 160 púðrið við 140gr kúlu? Hefur þú hugmynd um hvaða hraða þú hefur verið að ná og hefur þú prófað léttari kúlur í 260rem?
Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 21:45
by karlguðna
sælir allir/ar,, hvað er svona græja að kosta þarna úti ??
https://www.youtube.com/watch?v=ujBccYM9O6E þetta er náttúrulega bara snylld og skemtilega einfallt í notkun ,,,

Re: 260 Remington.
Posted: 22 Apr 2014 22:00
by Gísli Snæ
Nei Hjörtur - er löngu búinn að átta mig á því að dótakassinn verður seint fullur.
Já það er V3 sem ég ætla að kaupa. Þetta kostar um 400 dollara úti.