Page 1 of 1

Loftmynd af skotsvæðinu

Posted: 27 Apr 2014 10:29
by maggragg
Þessi loftmynd var tekin af skotsvæðinu í gær.
Skotæfingasvæðið Geitasandi
Skotæfingasvæðið Geitasandi

Re: Loftmynd af skotsvæðinu

Posted: 27 Apr 2014 11:06
by Gisminn
Þettta er flott en til útskýringar fyrir mig þá er í krikanum þarna hreindýrahóllinn er það ekki ? og battinn sem maður sér neðarlega á myndini er hann á 100 metrum ? og hvaða hvíta dót er þetta í krikanum og hvernig snýr völlurinn fyrir höfuð vindátt ?

Re: Loftmynd af skotsvæðinu

Posted: 27 Apr 2014 15:42
by maggragg
Sæll, já hreindýrahóllinn er þarna í krikanum. Battinn sem sést er á 100 metrum. Dótið í krikanum eru svo plastbretti sem við notuðum þegar 300 metra mótið var haldið. Á þeim er einnig bráðabirgða skotborð sem hefur staðið sig með ágætum. Þarna sem plastbrettin eru á svo að steypa plötu fyrir riffillaðstöðuna og svo byggja skýli.

Riffilbrautin er í há-norður og leirdúfuvöllurinn í norðaustur. Ríkjandi átt á þessu svæði er norðaustan.

Re: Loftmynd af skotsvæðinu

Posted: 27 Apr 2014 16:54
by Gisminn
Takk fyrir þetta og eins og ég sagði bara flott