Skotfélag Húsavíkur.
Posted: 02 Jun 2014 17:17
Þar verður meðal annars keppt í skeet, og riffli (varmint for score) Ég vil hvetja riffilskyttur til að skrá sig á þetta mót sem fyrst svo við getum gert okkur grein fyrir umfangi þess að halda þessa keppnisgrein. Skráning er á umfi.is til 16. júní.
Einnig má senda skráningu á gybba@simnet og heidargerdi@simnet.is
Ekki tekst okkur að koma upp nýja húsinu´fyrir þetta mót, en nú er verið að slétta riffilbrautina með jarðýtu, og síðan verður sáð í hana fræi, ásamt áburði, en brautin er um 8 m. breið, og 400 m. löng.
Vonandi verður grunnurinn svo steyptur núna á næstunni, en húsið verður með 5 skotlúgum, ásamt lúgum fyrir skammbyssur.
Þetta er verk sem buið er að vera draumur í nokkur ár, og er loksins að verða að veruleika.