Hvernig fjölgum við hreindýrum á Íslandi
Posted: 03 Mar 2012 12:04
Smá hugleiðing varðandi hvernig mér finnst að eigi að fjölga hreindýrum á Íslandi.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við erum með of fá hreindýr á Íslandi, umsóknum um hreindýraveiðileyfi fjölgar með ári hverju nú síðast sóttu 4320 einstaklingar um að veiða 1009 hreindýr á næsta veiðitímabili.
Til þess að koma á móts við þessa eftirspurn finnst mér að það þurfi að fjölga hreindýrum á Íslandi. Ég vil byrja á að flytja hreindýr á Hornstrandir þaðan sem þau gætu dreift sér um Strandir og Vestfirði.
Ég held líka að það væri affararsælast að flytja hreindýr þangað inn frá Grænlandi, það eru engir sjúkúdómar í dýrunum þar, þá eru menn lausir við hættuna af að flyrja sjúkdóma milli landshluta eins og notað hefur verið í rök um að flytja ekki hreindýr þangað vestur hér að austan.
Það væri hægt að byrja smátt til að auðveldara væri að halda utan um þetta og fella stofninn strax í byrjum ef eitthvað kæmi upp á sem mönnum litist ekki á.
Stefá Hrafn hreindýrabóndi á Grænlandi sagði mér að þumalputtareglan væti að það væri hægt að tífalda stofninn á 10 árum.
Það þíðir að 50 hreindýr ættu að geta orðið 500 hreindýr á 10 árum og þá 200 hreindýr að 2000 og svo framvegis!
Til þess að af þessu geti orðið verða landeigendur þarna fyrir vestan að bindast samtökum og þrýsta á stjórnvöld um að af þessu megi verða, einnig er rétt að við veiðimenn og áhugamenn um hreindýraveiðar leggi sín lóð á vogaskálarnar.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við erum með of fá hreindýr á Íslandi, umsóknum um hreindýraveiðileyfi fjölgar með ári hverju nú síðast sóttu 4320 einstaklingar um að veiða 1009 hreindýr á næsta veiðitímabili.
Til þess að koma á móts við þessa eftirspurn finnst mér að það þurfi að fjölga hreindýrum á Íslandi. Ég vil byrja á að flytja hreindýr á Hornstrandir þaðan sem þau gætu dreift sér um Strandir og Vestfirði.
Ég held líka að það væri affararsælast að flytja hreindýr þangað inn frá Grænlandi, það eru engir sjúkúdómar í dýrunum þar, þá eru menn lausir við hættuna af að flyrja sjúkdóma milli landshluta eins og notað hefur verið í rök um að flytja ekki hreindýr þangað vestur hér að austan.
Það væri hægt að byrja smátt til að auðveldara væri að halda utan um þetta og fella stofninn strax í byrjum ef eitthvað kæmi upp á sem mönnum litist ekki á.
Stefá Hrafn hreindýrabóndi á Grænlandi sagði mér að þumalputtareglan væti að það væri hægt að tífalda stofninn á 10 árum.
Það þíðir að 50 hreindýr ættu að geta orðið 500 hreindýr á 10 árum og þá 200 hreindýr að 2000 og svo framvegis!
Til þess að af þessu geti orðið verða landeigendur þarna fyrir vestan að bindast samtökum og þrýsta á stjórnvöld um að af þessu megi verða, einnig er rétt að við veiðimenn og áhugamenn um hreindýraveiðar leggi sín lóð á vogaskálarnar.