Page 1 of 1

Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 04 Feb 2015 23:01
by Gisminn
Lenti í því að þrenging í öðrum remmanum mínum var föst og líklega verið það í allavega í einn tug ára :o
En þegar ég ætlaða að fara að skoða hvað þrenging væri í var allt fast mynti að það væri Mod en varð nú að losa kvikindið fyrst ég vissi af þessu og var fyrst byrjað rólega og látið liggja í steinolíu og svo tekið á því og viti menn afraksturinn BROTINN lykill :x Nú var ákveðið að vera grófari og hlaupið hitað með hitabyssu og reynt aðeins og smurt með og árangurinn annar BROTINN lykill :cry: OG VAR Ég þá búinn með lyklana mína og næsta skref að panta 2 nýja í Ellingsen ;) En þar sem ég var greinilega ekki á réttri leið með þetta leitaði ég ásjár hjá vini mínum og stór reddara Eysteinn heitir hann og eftir smá umhugsun sagðist hann hafa lausnina og rendi lykil og svarf til rest með slípirokk og svo var hitað og tekið á því og árangurinn Lykillinn hélt og helvítið kom úr. :lol:
á morgun verður dundað að skrúfa aðra þrengingu í og úr með olíu og þrifum og endað með að setja feiti á þrenginguna sem á að nota ;)
Set hér mynd af master lykli 8-)

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 14:02
by konnari
Þetta kennir manni að taka úr og þrífa reglulega þrengingarnar í byssunum sínum :)

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 16:19
by Gisminn
Jamm það er tilgangurinn með söguni að vítin séu til að varast :-)

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 16:41
by karlguðna
og var´etta MOD, :P

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 16:55
by Gisminn
O já sem ég henti :-)

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 17:28
by valdur
Hverslags feiti settirðu?

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 18:00
by Gisminn
Grafít feiti var að hugsa um koppafeiti en snillingurinn hann Eysteinn réð mér frá svo grófri feiti.

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 22:03
by valdur
Það er nefnilega það. Ég held að eina vitið sé að nota kópaslíp á þetta. Venjuleg feiti brennur og koxast en kópaslípið gerir mögulegt að losa þótt liðin séu tuttugu ár frá samskrúfun. Aldrei dytti mér í hug að nota annað á svona samsetningar. Hugsanlega þó álslíp, En aldrei annað en efni sem setja má á spíssa í dísilvélum eða kertagengjur í bensínbíl.

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 22:13
by konnari
Mjög gott að nota Shooters Choice gun grease....þolir gríðarlegann hita og kulda...!

http://www.hlad.is/netverslun/hreinsivo ... fflar/anna

Re: Vandræðagangur og lausn á fastri þrengingu

Posted: 05 Feb 2015 23:08
by Gisminn
Takk fyrir þetta strákar ég skil málið sennilega vanmat ég hitan þarna við þrenginguna