Page 1 of 1

Riffildagar og villidýrasýning í Ellingsen Fiskislóð

Posted: 08 Mar 2012 16:19
by maggragg
Laugardaginn 10 mars verður byssu, hnífa og villidýra sýning í Ellingsen.

Lax-á verður með fulltrúa á laugardaginn og verða hreindýraveiðar á Grænlandi kynntar ásamt öðrum veiðimöguleikum.

Jóhann Villhjálsson verður með úrval af hnífum og byssum sem hann hefur nostrað við á umliðnum árum ásamt áhugaverðum rifflum sem eru í einkaeigu.

Þessar úrvals byssur verða eingöngu til sýnis á laugardag 10 mars.

Fyrir börnin verða til sýnis tvö ljón, strútur og nashyrningur í fullri stærð ásamt fjölda dýra sem prýða Ellingsen.

Við verðum með riffilskot á 30% afslætti

25% afsláttur verðu á sjónaukum, Sjónaukafestingum, töskum, pokum, tvífót að ógleymdum endurhleðsluvörum.

Nú tökum við til í byssugeymslu og rýmum til fyrir rifflum sem væntanlegar eru með vörskipinu.

Takmarkað magn af rifflum verður í boði á afslætti.
Image

Re: Riffildagar og villidýrasýning í Ellingsen Fiskislóð

Posted: 14 Mar 2012 22:58
by maggragg
Fóru einhverjir á þetta og gerðu einhverjir góð kaup?

Re: Riffildagar og villidýrasýning í Ellingsen Fiskislóð

Posted: 14 Mar 2012 23:05
by TotiOla
Sælir

Var einmitt að fiska eftir því sama hér, en það var fátt um svör :roll:

Annars fór ég og gerði góð kaup, að mér fannst, í Tikku T3 og aukahlutum.

Fór og náði í hana á mánudaginn og mér fannst ekki mikið hafa selst frá því á föstudeginum.

Í rifflunum gat ég ekki séð annað en Tikka í .243 væri það eina sem selst hefði yfir helgina.

Re: Riffildagar og villidýrasýning í Ellingsen Fiskislóð

Posted: 14 Mar 2012 23:07
by maggragg
Ég fór allavega ekki þannig að ég hef lítið um svör :cry:

Re: Riffildagar og villidýrasýning í Ellingsen Fiskislóð

Posted: 14 Mar 2012 23:22
by TotiOla
Skil þig. Leiðinlegt að hafa ekki komist. Mér fannst amk. merkilegt að sjá þessa "verðlaunagripi" þarna í návígi.

Ég mundi líklega ekki leggja í það veiða þessi kvikindi. Maður þyrfti allavega að vera stöðugur, óhræddur og viss um að HITTA í fyrsta skoti :shock: