Page 1 of 1

Þjónusta í verslunum

Posted: 29 Mar 2012 23:56
by Gisminn
Sælir ég var á Akureyri í dag og ætlaði að kaupa kúlur hjá skyttuni en þá var lokað og ekki opnað fyrr en kl 17 en gefin upp sími 0g þar sem það var alveg gefið að ég væri farin frá Ak fyrir 17 þá prófaði ég að hringja og bera upp erindið sem var að kaupa einn pakka af kúlum.
Og það var sem við mannin mælt mér sagt að þessu yrði reddað og Þorvaldur kom og opnaði og afgreiddi mig um þennan pakka.
Þetta kalla ég frábæra þjónustu og ég kann að meta hana.
Einnig finnst mér strákarnir í Ellingsen á Akureyri frábærir og vilja í alvörunni gera eitthvað fyrir mann og meigi þeir líka fá hrós fyrir viljann. :P

Re: Þjónusta í verslunum

Posted: 30 Mar 2012 12:04
by maggragg
Ég hef alltaf fengið frábæra og persónulega þjónustu hjá Skyttunni, hef reyndar aldrei kíkt norður í búðina en það er mjög gott að eiga viðskipti við þá. Þetta er stór þáttur í því hvar maður hefur viðskipti.