Page 1 of 3
					
				Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 12:47
				by Tf-Óli
				Feelgood mynd.
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 18:17
				by Veiðimeistarinn
				Þarna bar vel í veið hjá okkur Sveini Pálssyni, læðan af Þúfunni og 7 hvolpar.
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 18:31
				by maggragg
				Maður verður nú að senda eina veiðimynd eftir góðan morgun í andaveiði síðasta haust...
			
		
				
			 
- Andaveiði
- photo.JPG (82.07 KiB) Viewed 9149 times
  
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 18:48
				by Gisminn
				Sæll Sigurður hvernig byssa er þetta með tófunum ?
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 21:18
				by kúla
				Flottar myndir var að reina senda 
mind en kann það ekki
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 07 Apr 2012 21:40
				by Spíri
				Þessi vóg 106kg þegar búið var að flá og snyrta. Bara að sá næsti verði jafn stór 

 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 08 Apr 2012 00:11
				by Veiðimeistarinn
				Gisminn.
Þetta er Riffil haglabyssa, combi af Valmet gerð.  Hlaupvídd GA12/222cal.  Nota hann alltaf í tófunni, það er svo þægilegt að geta valið á milli riffilhlaupsins og haglabyssuhlaupsins, bara færa mig milli gikkja, eftir hvað tófan kemur nálægt, svo nota ég haglabyssuhlaupið til að dreyfa yfir kvolpana þegar búið er að kalla þá út.
Ég er með red dot sjónauka á honum sem stækkar 1x, hann er fínn en dálítið takmarkandi fyrir riffilinn eftir að færið er komið yfir 100 metra.
Já og verið þið svo duglegir við að setja veiðimyndir hérna inn !!!
Sveinn (kúla) sendu mér myndina og ég skal setja hana hérna inn fyrir þig, netfangið er, sa1070@simnet.is
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 08 Apr 2012 05:02
				by T.K.
				Flottar myndir. Ef þemað er "feelgood" þá verður það ekki mikið betra en á þessari......svo smakkaðist aflinn líka svona ljómandi vel.

 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 08 Apr 2012 09:18
				by Spíri
				Þetta er litla snúllan mín stolt af feng pabba síns, tvíburabróðir hennar var ekki alveg eins hrifinn af öndunum hálfhræddur við að þær myndu gogga í hann  
 
 
Þessar voru teknar með Tikka 6,5x55 af 120 metra fjarlægð í einu skoti.
 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 08 Apr 2012 12:17
				by Tf-Óli
				Kvöldstund með remington 1187 uppi á heiði er heilmikið feelgood. 
Vonandi reynist nýji haglarinn (Versamax) jafn vel og sú gamla.
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 01:41
				by Guest
				115kg. Tuddi felldur við Sandfell SV-1 í fyrra. Ég er vinstra meginn og Ívar gæd til hægri.
[img]
http://enskursetter.is/wp-content/forum ... uddinn.jpg[/img]
Kv. Henning Þór
 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 10:11
				by Veiðimeistarinn
				Henning, af hverju setur þú ekki myndina hérna inn?
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 11:12
				by maggragg
				Stundum virkar img skipunin ekki í þessu forumi, ég veit ekki af hverju. Tengis sennilega því hvaða aukastafir eru í linknum. Það er samt besta leiðin til að setja inn myndir að nota img tag.
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 19:05
				by styrkur
				Pffff. Ég veit ekki af hverju myndin kom ekki, ég kann ekkert á þetta 
 
 
Hvernig setjið þið myndir inn hér???
Kv.
Kornflexpakkinn 

 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 19:15
				by styrkur
				
Það var étið á staðnum....
 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 23:15
				by Veiðimeistarinn
				Henning!
Hérna er myndin þín komin inn með skilum.
En vel á minnst, hvenær varst ú inni á Kringilsárrana að taka myndir af þessu uppétna?
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 09 Apr 2012 23:29
				by styrkur
				Takk fyrir þetta Siggi.
Ég fann þessa mynd á netinu þegar ég var að prófa að setja inn mynd hérna. Ég á ekkert í henni, en mér fannst hún pínu töff 
 
Kveðjur.
 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 10 Apr 2012 22:47
				by Rissi
				Þessi var nýbúinn að grafa upp músaholu. Það er ekki mikill matur í tveimur músum en rebbi er nægjusamur.
Kv. Rissi
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 30 Apr 2012 09:40
				by konnari
				
			 
			
					
				Re: Veiðimynd.
				Posted: 30 Apr 2012 09:48
				by konnari