Page 1 of 1
					
				SELUM FÆKKAR . HVER ER ÁSTÆÐAN ?
				Posted: 18 Mar 2017 10:22
				by karlguðna
				http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/ ... _landsela/
Hvað veldur þessari fækkun ? er það fæðisframboð sem er að minka ? Ekki trúi ég að það séu veiðar !
Hvað segja menn um þetta ? Spyr sá sem ekki veit !
 
			 
			
					
				Re: SELUM FÆKKAR . HVER ER ÁSTÆÐAN ?
				Posted: 19 Mar 2017 10:28
				by Birgir stranda
				Grásleppunet eru vafalítið ástæðan.
			 
			
					
				Re: SELUM FÆKKAR . HVER ER ÁSTÆÐAN ?
				Posted: 19 Mar 2017 15:54
				by sindrisig
				Selir koma í grásleppunet en bátum og netum hefur fækkað ásamt því að veiðidögum hefur fækkað þannig að varla er grásleppunetum um að kenna. Ég hef ekki skotið sel í mörg ár og þar að leiðandi varla mér að kenna að þeim fækki.
Held að skýringuna þurfi að finna annarstaðar en hjá netum og kúlum.
			 
			
					
				Re: SELUM FÆKKAR . HVER ER ÁSTÆÐAN ?
				Posted: 21 Mar 2017 20:21
				by petrolhead
				Sælir.
Nú hef ég ekki mikið velt málefnum sela fyrir mér en þar sem ég hef lengi stundað sjómennsku þá veit ég að sjórinn í kringum landið hefur hlýnað nokkuð á síðustu árum og mér finnst ekkert ósennilegt að það gæti haft einhver áhrif á selina og viðkomu þeirra.
MBK
Gæi
			 
			
					
				Re: SELUM FÆKKAR . HVER ER ÁSTÆÐAN ?
				Posted: 21 Mar 2017 22:21
				by karlguðna
				Sælir, hlínun sjávar held ég að hljóti að vera stærsta ástæðan þó "net og kúlur" séu ekki að hjálpa neitt.
 það væri verra  ef greyið hyrfi nú alveg frá okkur  
