Nú lenti ég nýverið í þeirri "skemmtilegu" upplifun að fá hluta úr rifflinum í andlitið þegar ég var að skjóta. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt en ég verð að viðurkenna að mér brá frekar mikið við höggið

Þetta var s.s. bolt shroud-ið af annari Tikkunni hjá mér sem lét undan og skaust beint aftur af boltanum. Þetta er bara plast þannig að maður ætti nú kannski ekki að vera svona hissa.
Spurningin nú er, hefur einhver annar lent í þessu? Og þá einnig, hvort einhver hefur látið reyna á aðrar tegundir/gerðir bolt shroud-a? T.d. úr áli eða stáli, eða ætti maður bara að endurnýja þetta með nýju Tikka plaststykki?
Endilega segið ykkar skoðun þar sem ég er alveg grænn í þessum viðgerðar-/samsetningarmálum

Kv. Tóti