Jæja allir hvað eru nú leingstu færin sem þið hafið skotið??
Mitt leingsta er á 500 metrum! range finerinn náði ekki að mæla svo langt þannig að við mældum vegalengdina með fjórhjóli Byssan 338 lapua magnum sjónauki Zeiss 6-24x56. Því miður er þessi græja ekki í minni eigu
Gæs 289 metrum og reyndi við hrafn á 577 metrum en hitti hann ekki vindrekið var aðeins meira en ég hélt munaði ekki nema kannski 10 cm
sako 6,5x55 85 hunter Sightron 6-24x50
500 metrarnir mínir voru nú bara á blað en ég hef skotið gæs mest á 320 metrum með 6,5x55 mælt með range finder og svo ref á 320-350 mælti hann á 320 en fyrsta geigaði en náði honum í öðru skoti þá hafði hann hlaupið einhverja tugi metra með 6,5x55. Svo reyndi ég einu sinni við skotmark á 460 metrum með 6,5x55 niður í móti og hitti í þriðja skoti En nú fer maður að bjóða 300 win mag upp á boðleg færi þar sem að loksins er kominn almennilegur sjónauki á hann 8-32x56 set inn myndir þegar þær prófanir hafa farið fram
Gæs á 395 metrum og svo dauð skotmörk á 600 metrum. Gæsin var mæld með laser og hin skotmörkin mæld með GPS. 6,5x55 með Nightforce 5.5-22x56. Norma Golden Match 130 gr.
"hreindýr" á 600 metrum:
Brúsi á 643 metrum:
Hliðin á brúsanum og sést hvar kúlan strauk hliðina á honum
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546 "Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Mér finnst mjög mikil áskorun að skjóta svartbak fyrir norðan. Hann er gríðarlega styggur og var um sig, og mjög erfitt að fá færi á honum. Ég eyddi stundum miklum tíma í að komast í færi við þá, og þau urðu líka stundum löng. Man eftir einum sem lá á eggjum uppi á kletti, ekki langt frá æðarvarpi. Kvikindið þekkti bílinn minn, og flaug alltaf um leið og hann kom í sjónmál, í hvert skipti.
Á endanum skildi ég hann eftir niðri í fjöru, og skreið upp úr henni þar til ég sá á klettinn þar sem svartbakurinn lá á. Færið var langt.. lengra en hér er verið að tala um. Svartbakurinn lá með 123 grs scenar kúlu í gegnum sig.
Nokkra fleiri hef ég tekið.. alla á svipuðum slóðum, með jalonen, og TRG-inum, á svona löngum færum.
Færum sem ég ætla bara að hafa fyrir mig. Nota alltaf fjarl.mæli, og auðvitað hittir maður ekki nándar nærri alltaf. En gaman er það þegar vel tekst til.
Núna höfum ég og kunningi minn spreytt okkur svolítið með 6,5x47 sem er mjög skemmtilegur á löngum færum. Allmargir svartbakar hafa legið á rúmlega 400 m. færum hjá okkur báðum.
Náðum tveimur tófum með nokkurra mín millibili með honum á 220 m og 330 m.