Smá skotæfing!

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Fór í smá skotæfingu í dag og riffillinn sem kom með að þessu sinni var rem 700, 300 win mag. Færið var 100 metrar sléttir og var ég bara mjög sáttur þrátt fyrir kulda og rok. Fimm skota grúbba í klasa og svo þurfti ein kúla náttúrulega að stríða mér :oops:
Attachments
DSC01280.jpg
DSC01280.jpg (26.76 KiB) Viewed 3527 times
DSC01272.jpg
DSC01272.jpg (52.52 KiB) Viewed 3527 times
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
iceboy
Posts: 466
Joined: 26 Apr 2012 15:58
Contact:

Re: Smá skotæfing!

Unread post by iceboy »

Flott hjá þér og flottur riffill.
Ég er að spá út af nickinu.... ekki ertu eða hefur verið sjómaður?
Árnmar J Guðmundsson
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Nei vinn við að búa til vodka ;) er sennilega eini löglegi bruggarinn á landinu allavega sem er að búa til eitthvað sterkara en bjór. En ég á samt slöngubát en get tæplega kallað mig sjómann út á það.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Smá skotæfing!

Unread post by gylfisig »

Hver er hleðslan og kúlan?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Humm, verksmiðjuhlaðið norma 150 grs FULL JACKET hef ekki komist í að hlaða Nosler 165grs kúlurnar.
En þegar ég verð búinn að lufsast til þess ætla ég að teygja mig lengra og vonandi verður veðrið orðið betra.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Veiðimeistarinn »

Spíri, hvernig riffill er þetta þú sagðir að þetta væri Rem. 700, er hann eitthvað breyttur?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Þetta er Remington 700 sps 300 win mag. ég er hins vegar að uppfæra hann smátt og smátt (eftir efnum) og er búinn að kaupa hjá þeim í hlað Grs skepti. svo er Nightforce hringir, rail og sjónauki en næst verður sett á hann þungt hlaup með bremsu og svo verður endað á að fá sér gikk. en hann er að skjóta mjög vel þrátt fyrir að vera með léttu hlaupi þannig að ég held ég flýti mér ekkert voðalega að uppfæra hlaupið.
Attachments
DSC01274.jpg
DSC01274.jpg (55.25 KiB) Viewed 3481 times
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Veiðimeistarinn »

Þetta er hriiikalega flott græja!!!
Til hamigju með hana!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Tf-Óli
Posts: 119
Joined: 08 Mar 2012 21:26
Location: Borgarnes.

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Tf-Óli »

Ég ætla á Lækjartúnið á fimtudaginn að skjóta ef þú villt prufa 500 metrana ;)
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Smá skotæfing!

Unread post by maggragg »

Flott skepti, hvernig er það að koma út? Annars er það aðdáunarvert þegar menn fara út að æfa í verstu aðstæðum :)
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Veiðimeistarinn »

Hvernig lítur afturskeftið út hinumegin frá? Eru kinnpúðinn pg axlarpúðinn færanlegir? Datt í hug að málmskinnurnar hefðu eitthvað með það að gera 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Gisminn »

Ég er sammála Magnúsi að þeir sem fara að æfa í vondum aðstæðum eru að læra og æfa sig fyrir öllum aðstæðum og ná sér í mikla og góða reynslu.
Og sá sem er að skjóta á mark í logni eða góðum aðstæðum er þá að fullkomna nákvæmnina eða að læra eða sjá hvernig ákveðnar hleðslur eða kúlur séu að koma út.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Ég hafði lengi haft augastað á tactical skepti frá Bell and Carlsson en svo kom ég í Hlað og var að ræða við Hjálmar og hann bennti mér á að hann ætti svona skepti sem remminn minn passaði beint ofaní.
Kinnpúðinn er stillanlegur sem og axlarpúðinn og stillir maður þá með því að ýta á málmhnappana, mjög einfalt en líka áræðanlegt. Og varðandi að fara út að skjóta í því veðri sem Guð býður manni uppá í það og það skipti, er bara áskorun ;) það er nú ekki alltaf blíða þegar maður er að veiða :)

Linkur inn á heimasíðu grs framleiðandans.


http://grsriflestocks.com/
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Veiðimeistarinn »

Já, ég skoðaði heimasíðuna þetta eru svakalega flott skefti þarna, athyglisvert að sjá Anschutz skíaðgönguskotfimisriffilinn, minn Krico lítur út eins og forngripur miðað við þetta.
Hvað kostaði skeftið og hver fittaði það á græjuna?
Attachments
Gamli góði Kricoinn
Gamli góði Kricoinn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Skeptið var rétt um 100þúsund kallinn og kom bara tilbúið fyrir riffilinn :P þannig að ég setti þetta bara sjálfur sjálfur saman. En læt væntanlega bedda þegar hlaupið verður uppfært.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Veiðimeistarinn »

Fyrst verið er að tala um smá skotæfingu, þá rak mig allt í einu minni til að ég tók þátt í Riffilmóti Ellingsen í Álfsnesi 24. júlí í fyrra.
Keppt var í 100 metra fríhendis 10 skot og 300 metrum af borði 10 skot.
Ég keppti með lánsriffil, Kiddi vinur minn Skarp lánaði mér riffil cal 308, já ég segi og skrifa cal.308!
Mér gekk ekkert sérstaklega vel á 100 m. fríhendis og hélt ekki upp á skífuna mína þar (enda bara með 308).
Mér gekk betur á 300 merunum (að vísu líka með sama 308), þar var skotið á Ellingsen skífuna af hreindýri og öll skotin voru inn á blaði hjá mér, þar af 2 í hjarta og 4 á lungnasvæðið, hin hefðu nú að vísu öll nema eitt drepið dýrið, og það hefði að vísu legið óvígt eftir, eftir þetta eina.
En ekki var hægt að nota úrslitin úr 300 metrunum vegna þess að blöðin rigndu niður, ég náði þó að raða mínu blaði saman og tók mynd af því.

http://sr.is/forsida/frettaflokkar/34-m ... a-alfsnesi
Attachments
Blaðið af 300 metrunum
Blaðið af 300 metrunum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
gylfisig
Posts: 598
Joined: 22 Feb 2012 13:03

Re: Smá skotæfing!

Unread post by gylfisig »

Ertu búinn að athuga með tærnar á þér, Siggi?
Eru þær allar á sínum stað? :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík
User avatar
skepnan
Skytta
Posts: 256
Joined: 01 Apr 2012 12:35

Re: Smá skotæfing!

Unread post by skepnan »

Hann Sigurður er nú svo reyndur maður að hann hefur náttúrulega verið í skóm með stáltá :lol:

kveðja keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð
User avatar
Spíri
Posts: 256
Joined: 25 Feb 2012 09:16

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Spíri »

Fór aftur í dag í sama kuldanum og rokinu :x og tók að þessu sinni með mér 6mm284 og 300 win mag rifflana mína. Færið var 150 metrar og gekk ekki eins vel og í gær :roll: en það eru ekki alltaf jólin ;)
Ákoman vinstra meginn er eftir 6mm284 og hægra meginn er það 300win mag. Skotin voru fjögur skot úr hvorum riffli.
Attachments
DSC01281.jpg
DSC01281.jpg (60.88 KiB) Viewed 3317 times
DSC01283.jpg
DSC01283.jpg (41.39 KiB) Viewed 3317 times
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi
User avatar
Gisminn
Posts: 1349
Joined: 29 Aug 2011 21:47
Location: Blönduós

Re: Smá skotæfing!

Unread post by Gisminn »

Sæll slær 300 mikið er að spá miðað við myndina hvort það geti verið að þú spennist og kippir í gikkinn.
Annars er þetta ekki óalgengt með verksmiðju skot að sjá svona grúbbu en ég hef aldrey skotið úr 300
svo ég bara þekki það ekki en svo getur vel verið að þú sért löngu búin að ná svoleiðis leiðindum úr þér ;) en 6x284 er með flotta grúbbu :)
Last edited by Gisminn on 15 May 2012 23:16, edited 1 time in total.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Post Reply