Svandís með svar í Mogganum
Posted: 15 May 2012 17:05
Sælir félagar, Svandís Svavarsdóttir var með grein í Morgunblaðinu í dag um "Ábyrgar veiðar og vernd"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ltra_dyra/
Þetta er ekki öll greinin þarna, mögulega getur einhver skannað hana inn alla. En Svandís fjallar nokkuð um starfshópinn sem hún skipaði. Það að hún hafi skipað Fuglavernd í hópinn hefur mér alltaf fundist eins og að fá ofsatrúar Múslima til þess að ræða breytingu á Kóraninum
Orðrétt skrifar hún "Flest bendir til þess að við núverandi ástand sé nýliðun í svartfuglastofnum ekki nægjanleg til að vega upp á móti afföllum vegna veiða"
Þær fréttir sem að hafa borist af norðurlandi benda nú reyndar eindregið til þess að fuglinn sé með vængi og noti þá
þetta vitum við veiðimenn en eitthvað virðist þetta vefjast fyrir háskólagengnum líffræðingum og "sérfræðingum að sunnan"
Þetta vissi fólk hér áður og fyrrum og sagði: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.
En það tekur alveg steinin úr þegar hún skrifar " en almannavaldinu ber síðan að hafa heildarhagsmuni í huga og láta náttúruna njóta vafans" þar sem að sami ráðherra hefur gefið leyfi fyrir ræktun á erfðabreyttum lífverum, og það líka nálægt búi með lífræna ræktun. Auk þess að gefa leyfi fyrir eldi á norskum eldislaxi í kvíum í sjó.
Ég er fiskeldisfræðingur og veit alveg jafn vel og þessir snillingar að það sleppur alltaf einhver prósenta úr kvíunum, spurningin er bara hversu mikið?
Því miður virðist náttúran nefnilega ekki fá að njóta vafans hjá þessu batteríi nema á hátíðis og tryllidögum, nema náttúran sé svona ofboðslega mismunandi eftir vindum og sólfari
Kveðja Keli
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ltra_dyra/
Þetta er ekki öll greinin þarna, mögulega getur einhver skannað hana inn alla. En Svandís fjallar nokkuð um starfshópinn sem hún skipaði. Það að hún hafi skipað Fuglavernd í hópinn hefur mér alltaf fundist eins og að fá ofsatrúar Múslima til þess að ræða breytingu á Kóraninum

Orðrétt skrifar hún "Flest bendir til þess að við núverandi ástand sé nýliðun í svartfuglastofnum ekki nægjanleg til að vega upp á móti afföllum vegna veiða"
Þær fréttir sem að hafa borist af norðurlandi benda nú reyndar eindregið til þess að fuglinn sé með vængi og noti þá



En það tekur alveg steinin úr þegar hún skrifar " en almannavaldinu ber síðan að hafa heildarhagsmuni í huga og láta náttúruna njóta vafans" þar sem að sami ráðherra hefur gefið leyfi fyrir ræktun á erfðabreyttum lífverum, og það líka nálægt búi með lífræna ræktun. Auk þess að gefa leyfi fyrir eldi á norskum eldislaxi í kvíum í sjó.


Ég er fiskeldisfræðingur og veit alveg jafn vel og þessir snillingar að það sleppur alltaf einhver prósenta úr kvíunum, spurningin er bara hversu mikið?
Því miður virðist náttúran nefnilega ekki fá að njóta vafans hjá þessu batteríi nema á hátíðis og tryllidögum, nema náttúran sé svona ofboðslega mismunandi eftir vindum og sólfari

Kveðja Keli