Skellti mér í sveitina í dag og að sjálfsögðu fékk einn að rifflunum að fljóta með, en að þessu sinni var það 6,5x55 fyrir valinu. þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann kom mér skemmtilega á óvart

Þannig er að ég er með 6" rörbút sem ég hef skotið á. En um daginn skaut ég á hann af 100 metra færi með 300Winmag með norma 150grs kúlu og hafði sú kúla sig ekki í gegnum vegginn á rörinu, en það eru heilir 13mm í vegg rörsins. En svo í dag skaut ég af sama færi með 6,5x55. og 120grs Sierra spitzer kúlu á rörið og viti menn kúlan fór í gegn

hef alltaf staðið í þeirri meiningu að 300winmag væri svo stór og sterkur að gamli 6,5 ætti ekki roð í hann. Þetta eru kanski ekki fréttir, en þetta kom mér á óvart

Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi