Page 1 of 1
Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 06:26
by Gunnar Óli
Sælir..
ég er með Remington 788 í cal 22-250 og er að velta fyrir mér hver svona sirka líftími hlaupsins sé?
Riffilinn er '79 en hefur ekki verið notaður í einhver ár... Ég lét skoða hlaupið þegar ég keypti hann, en er búinn að skjóta töluvert úr honum síðast liðið ár. Er einhver ástæða til að hafa áhyggjur af hlaupinu?
Kv. Gunnar Óli
Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 10:00
by Veiðimeistarinn
Sæll Gunnar Óli. (kannski þessi eini sanni)
Það er ekki gott að átta sig á líftima hlaupsins út frá skotafjölda þar spilar meðferiðin svo mikið inn í.
Fyrstu merki um að hlaup sé farið að slappast er að riffillinn fer að stækka grúppurnar sérstaklega þegar koma í hann óhreinindi og hann fer að þola óhreinindin verr, það er, það þarf að hreinsa hann eftir örfá skot til að bæta nákvæmnina.
Þetta getur gerst tiltölulega snöggt þegar líður á líftíma hlaupsins að hann fari að þola óhreinindi verr, óhreinindi auka þrýstinginn í hlaupinu.
Það er hægt að sjá þetta með að kíkja í gegn um hlaupið, hlaupið skemmist alltaf fyrst aftast næst patrónustæðinu þar eyðast rillurnar.
Það gengur oft illa fyrir óvana að sjá þetta, best er að droppa við hjá byssusmið og láta þá skoða hlaupið í hlaupsjá, til dæmis Jóa eða Arnfinn.
Ég læt nú alltaf Kidda Skarp kíkja í gegn um hlaupin hjá mér, hann verðist hafa einhverskonar hlaupsjón

Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 10:23
by maggragg
.22-250 er frekar háþrýst hlaup fyrir .22 kúlu og því er hlaupendingin ekki mjög mikil en samkvæmt þumalputtaformúlunni:
http://spjall.skyttur.is/endurhledsla/r ... g-t78.html
ætti hlaupendingin að vera nálægt 2000 skotum, en það fer þó eftir púðurgerð og þrýsting. Þetta er bara formúla sem getur gefið manni einhverja hugmynd.
Það er svo einnig afstætt hvenær hlaup er búið. Keppnismaður gerir þá kröfu til hlaupsins að það sé alltaf sub-MOA og um leið og grúppan er farin að opnast þá er það búið í hans huga meðan veiðimaðurinn er sáttur við eitthvað í kringum MOA og jafnvel rúmlega það og því getur hlaupið enst marfalt lengur í hans huga.
Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 11:06
by Gunnar Óli
Sælir..
Þakka skjót svör..
Hvað varðar grúbbur þá er nú ekki komin mikil reynsla á það, en er nokkuð ánægður með riffilinn miðað við allt.. Er að setja 5 skota grúbbu sirka tommu (sennilega aðeins rúmlega) á 100m með verksmiðjuhlöðnum skotum (á þó til að draga eitt og eitt skot til hliðar og kenni þar um stífum gikk og reynsluleysi) tekið beint af öxl og fæti (veiði style)

vonast eftir betri grúbbum með nýjum gikk sem er vonandi á leið til landsins...
Ps. Langar mig að halda að ekki séu margir eins og ég, að ég sé einstakur og sannur

en sennilega ekki sá sem þú telur veiðimeistari..
Kv. Gunnar Óli
Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 14:26
by E.Har
fin grúppa miðað við hólk skot og frágang.
Ekkert að þessu hlaupi.
Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 15:16
by Gunnar Óli
Sæll Einar.. Og takk fyrir þetta
En ég vissi í sjálfu sér alveg að hlaupið væri í lagi (var skoðað fyrir mig ekki fyrir löngu) en var samt að velta fyrir mér líftímanum svona til að gera mér í hugarlund hvort óhætt væri að henda smá aur í riffilinn.. Finnst þetta þrusu skemmtileg græja, en hann er orðinn gamall og kannski ekki auðvelt að fá varahluti (Uppfærslur) í hann...
Svo er einn auka spurning! Er hægt að fá hlaup á svona gamla riffla? (skal tekið fram að ég er algjör nýgræðingur í riffilskytteríi)
Kv. Gunnar Óli..
Re: Líftími hlaups?
Posted: 16 Jun 2012 18:05
by Veiðimeistarinn
Já, það er hægt að fá hlaup á svona gamla riffla, hlaupin koma inn eins og rör að sjá þau í fljótu bragði, síðan eru einfaldlega rímuð í þau hús mátulegt fyrir hylkið og snittaðar gengjur á það sem passa til að skrúfa það inn í lásinn.
Það þarf ekki endilega að setja 22-250 hlaup á riffilinn, það er gægt að setja öll kaliber sem eru með jafn stutta patrónu og 22-250 svo skotin komist í magasínið.