Page 1 of 1
Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 24 Jun 2012 01:08
by TotiOla
Sælir
Nú er ég að væflast með það hvort ég eigi að skipta um hringi þar sem ég er að skipta um sjónauka.

- Sako Optilock (ytri) vs. Weaver Tactical (innri)
- Hringirnir.jpg (64.22 KiB) Viewed 1733 times
Annars vegar er ég með Sako Optilock sem hafa þann kost að þeir eru með einhverjum svona plasthring inni sem eiga að jafna gripið sem og varna því að festingarnar marki í sjónaukann.
Hins vegar er ég með Weaver Tactical hringi sem hafa þann kost að vera talsvert massífari og með 6 holum (lugs).
Þetta er allt mount-að á picatinny rail. Ráðleggingar eru vel þegnar ef einhverjir telja sig hafa vit á þessu

Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 24 Jun 2012 22:48
by Gisminn
Ég er með sako hringina og þeir halda og það er það sem skiptir máli en hinir geta líka verið súper bara þekki þá ekki og ef þeir eru það þá er bara að velja þá sem þér þykir fallegri

Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 24 Jun 2012 23:27
by Veiðimeistarinn
Ég er sammála Þorsteini, þó mér finnist allt svo fallegt og gott sem stendur Sako á
Samt lét ég ekki til leiðast þegar mér bauðst einkanúmerið SAKO þegar vinur minn bauð mér það

Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 25 Jun 2012 09:22
by TotiOla
Góðir

Báðir Sako menn sé ég, enda góðar vörur þar á ferð.
Ætli ég byrji ekki á að smella þessum Weaver hringjum á 6,5x55 og sjái hvernig þeir höndla það. Er svo sem búinn að lesa umsagnir frá aðilum sem hafa notað þá á allt að .338 þannig að caliber-ið ætti ekki að vera vandamál.
Er eitthvað sérstakt sem maður þarf að hafa í huga þegar maður er að festa svona hringi á rail? Hingað til hefur Jói í Ellingsen séð um að festa sjónauka á fyrir mig

Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 25 Jun 2012 12:29
by Gisminn
Ef það eru hliðarfærslur á festinguni þarf að hugsa vel út í það annars getur sjónaukinn verið örlítið skakkur á rifflinum en þú ekki séð það og núllar inn sjónaukan og allt í góðu á hundrað en á 200 x til vinstri og á 300 x til hægri þetta er kallað að sjónaukinn krossi vegna skekkjunar á rifflinum getur verið svakalega leiðnlegt ef menn fatta ekki þennan afstöðu mun. Að öðru leiti er það sama og með að festa sjónaukan á. Eftir fyrstu skot að fara á alla boltana og prófa að herða aðeins ef einhver hefði viljað ganga til baka.
Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 26 Jun 2012 01:21
by TotiOla
Ákvað á endanum að halda bara Sako-festingunum á báðum þar sem ég þori ekki í einhverjar svona hliðarfærslu-æfingar
Svo er bara að fara með báðar græjurnar og skjóta sjónaukana inn

Gaman gaman.
Re: Sá á kvölina.... (ráðleggingar óskast)
Posted: 26 Jun 2012 08:53
by Gisminn
Besta mál
