Tunnur
Posted: 02 Jul 2012 09:48
Ég var að leita að tunnum um daginn og var hugmyndin að finna þægilega stærð.
Ég ætla að taka lungu af hreindýrum og setja í mysu og geyma þannig og gefa hundunum í vetur, þar sem pabbi er hreindýraeftirlitsmaður og þessi hluti af dýrinu er almennt ekki notaður þá datt mér i hug að fá hann til að hirða þetta og setja í tunnu fyrir mig.
Allavega..... þá fór ég í nokkrar verslanir og fann ég t.d tunnu í Byko. 15 lítra, margir kannast við þessar tunnur en þær eru hvítar með skrúfuðu loki annaðhvort rauðu eða svörtu. Þeir hafa lika verið mað þessar tunnur 30 lítra.
Nema hvað verðið er tæp 8700 kall fyrir 15 lítrana sem mér fannst ... já eigum við ekki bara að segja helvíti ríflegt verð.
Þannig að ég fór að skoða aðeins betur og datt þá inn á fyrirtæki sem heitir saltkaup, eflaust þekkja margir þetta fyrirtæki þó ða ég hafi ekki gert það.
Þeir eiga þessar sömu tunnur í allskonar stærðum og kostar t.d 20 lítra tunnan rúman 2600 kall plús vsk.
Örlítill munur þar.
Ég fór nú út í það að versla 120 lítra tunnu. Semsagt svokallaða hrognatunnu en það er eins og venjuleg síldartunna, þessar bláu þar sem lokið er fest niður með gjörð.
Borfaði ég rúm 5700 kr með vsk og tel ég það ágætlega sloppið miðað við önnur fyrirtæki með svipaða vöru.
Vildi ég bara benda mönnum á þetta ef einhverjir gætu haft not af
Ég ætla að taka lungu af hreindýrum og setja í mysu og geyma þannig og gefa hundunum í vetur, þar sem pabbi er hreindýraeftirlitsmaður og þessi hluti af dýrinu er almennt ekki notaður þá datt mér i hug að fá hann til að hirða þetta og setja í tunnu fyrir mig.
Allavega..... þá fór ég í nokkrar verslanir og fann ég t.d tunnu í Byko. 15 lítra, margir kannast við þessar tunnur en þær eru hvítar með skrúfuðu loki annaðhvort rauðu eða svörtu. Þeir hafa lika verið mað þessar tunnur 30 lítra.
Nema hvað verðið er tæp 8700 kall fyrir 15 lítrana sem mér fannst ... já eigum við ekki bara að segja helvíti ríflegt verð.
Þannig að ég fór að skoða aðeins betur og datt þá inn á fyrirtæki sem heitir saltkaup, eflaust þekkja margir þetta fyrirtæki þó ða ég hafi ekki gert það.
Þeir eiga þessar sömu tunnur í allskonar stærðum og kostar t.d 20 lítra tunnan rúman 2600 kall plús vsk.
Örlítill munur þar.
Ég fór nú út í það að versla 120 lítra tunnu. Semsagt svokallaða hrognatunnu en það er eins og venjuleg síldartunna, þessar bláu þar sem lokið er fest niður með gjörð.
Borfaði ég rúm 5700 kr með vsk og tel ég það ágætlega sloppið miðað við önnur fyrirtæki með svipaða vöru.
Vildi ég bara benda mönnum á þetta ef einhverjir gætu haft not af