Hræódýr Camo regnjakki

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
User avatar
T.K.
Posts: 166
Joined: 03 Sep 2010 20:54

Hræódýr Camo regnjakki

Unread post by T.K. »

Veiðiferðir geta verið skemmtilega subbulegar. Viðgerðir á bílum, bras í eldamennsku, að skríða í drullu, nú eða hrauni. Og svo kemur fyrir að verka þurfi veiðibráð osfrv. Persónulega finnst mér ekki gott að þurfa hugsa um að hlífa fatnaðinum (heldur öfugt) og því er flott ad eiga td ódýran regnjakka. Fann slíkann í rúmfaralagernum í þessum fínu dökku camo litum. Léttur, með hettu. Heldur sæmilega vatni og má jafnvel vefja blóðugum framparti af hreindýri inní jakkann og bera til byggða. Kostnaður 990 kr stk. Ég keypti 3 stk.

Image
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson
Post Reply