Page 1 of 1

.222 á Gæs

Posted: 01 Aug 2012 20:55
by Aflabrestur
Sælir.
Hvaða kúlur og hleðslur hafa menn verið að nota í .222 á gæs sem koma vel út

Re: .222 á Gæs

Posted: 01 Aug 2012 21:16
by Sveinbjörn
Sæll Jón. Mér hefur gefist best að nota hefðbundnar veiðikúlur. Gæsin er skothörð og fékk ég það uppeldisvæna hlutverk að hlaupa upp gæsir sem afi minn skaut á þeim tíma er honum þótti best til þess fallinn. Þær voru stundum ansi illa farnar. En ætluðu sér samt að taka flugið með eitt og annað hangandi á eftir sér.
Ekki ætla ég að lýsa því í smáatriðum en það sannfærði mig um að heilar kúlur geti verið óheppilegar í gæsaveiði og okkur ber að aflífa bráð fljótt og vel.

Sá gamli notaði sako veiðikúlur og væntanlega af því að fátt annað var til í þá daga. Sjálfur vel ég mér veiðikúlur en reyni að sleppa því að nota varmint kúlur. Svo er það nú svo að á Íslandi fáum við ekki alltaf allt sem okkur langar í.

Vissulega er hætta á því að skemma kjöt með veiðikúlu en þá reynir á skyttuna og sé gæsin farinn að kjaga frá er stundum betra að sleppa því að skjóta en að láta vaða í bakið á henni. Það er ávísun á kjötskemdir að skjóta gæs í bakið. En þá má vissulega reyna við strjúpan og vera ofarlega á fuglinum.

Svokallaðar varmint kúlur eru heppilegar í tófur og annað sem við ætlum að setja í annan nýtingar flokk.

Re: .222 á Gæs

Posted: 02 Aug 2012 17:46
by iceboy
Ég hef notað í mörg ár skot sem hlað hlóð alltaf fyrir mig en ég er farinn að hlaða sjálfur.

Ég er það ánægður með árangurinn að ég mun ekkert breyta þeirri uppskrift.

En það er 55gr sierra blitz (blýoddskúla)
Bak við þetta er 22,2 gr af n-133

Þetta svínvirkar allavega í sakoinn minn

Re: .222 á Gæs

Posted: 03 Aug 2012 08:59
by E.Har
Hef ekki átt 22 cal í yfir 20 ár .-)
Notaði 22-250 og 223 áður.

Mín skoðun er að undir 6-6,5 mm eigi ekki að nota heila kúlur.
Varmintkúlur skemma óþarflega mikið sérstaklega ef hraðin er mikill.

Skil Sveinbjör vel með veiðikúlurnar. hef nú samt grun um að þær opnist ekki mikið ef þær fá litla fyrirstöðu en örugglega bara fínar.

Aðalatriðið er eins og venjulega kúlustaðsetningin :-)
taka þær bara milli augnanna :-)

Einu sinni fyrir löngu vorum ég og Ívar Erlends á leið á hreindýr. Sennilega nærri 2000 vorum að ræða haus og bógskot og rákum augun í nokkarar heiður.
þar sem ég lá með gamla Mauserinn þá skurði Ívar mig hvrt ég ætlaði að haus eða bógskjóta svarið var bæði :-) gassinn teygði hausin upp og gæsin var á bak við hann.

Gassinn flgraði niður að á en það vantaði hálfan hausin á hann áður en hann fattaði að hann væri dauður. Gæsin datt á staðnum.

Er þetta ekki altaf það sama æfa sig.
Ég myndi allavega ekki nota heilklædda kúlu (markkúlu) á gæs.
Líkur á að hún renni bara í gegn.

E.Har

Re: .222 á Gæs

Posted: 03 Aug 2012 19:07
by Sveinbjörn
Rétt hjá þér Einar við erum hvort eð er ekki að eta hausinn :lol: